Íslenski boltinn

Sam Hewson í Fylki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hewson fagnar marki í leik með Grindavík á síðustu leiktíð.
Hewson fagnar marki í leik með Grindavík á síðustu leiktíð. vísir/daníel
Sam Hewson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki en þetta var staðfest á blaðamannafundi í Árbænum i dag.

Sam var samningslaus í haust eftir að tímabilinu lýkur kemur frá Grindavík þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil.

Þar áður var Sam á mála hjá FH þar sem hann var meðal annars Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016 en hann kom fyrst til landsins til Fram.

Sam er uppalinn í akademíu Manchester United en er nú þrítugur. Hann skrifar undir þriggja ára samning við Fylki sem hafnaði í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.

Sam kemur til með að fylla skarð Ásgeirs Barkar sem er að yfirgefa Fylki en það staðfesti hann með yfirlýsingu fyrr í dag.

Helgi Sigurðsson er áfram þjálfari Fylkis en hann samdi við liðið til tveggja ára á dögunum en hann hefur stýrt liðinu síðustu tvö tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×