Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2018 13:48 Guðný Arna Sveinsdóttir fer yfir málin með verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni, í Héraðsdómi í morgun. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. Hreiðar Már er sakaður um að hafa stefnt fé bankans í hættu með því að hafa látið hann lána eignarhaldsfélagi í sinni eigu rúmt hálfs milljarðs króna kúlulán árið 2008. Málið er það síðasta sem embætti sérstaks saksóknara sem þá hét ákærði fyrir í tengslum við bankahrunið. Aðalmeðferð í því hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lýsti Hreiðar Már ákærunni gegn sér sem ömurlegri en hann er einnig ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi eignarhaldsfélagi sínu hlutabréf sem hann hafði eignast í bankanum með því að virkja kauprétt sinn. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más, fyrst og fremst með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans. Málið varðar lán sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk frá bankanum og hlutabréf í bankanum sem hann keypti á grundvelli kaupréttar í ágúst 2008 og hann færði yfir í félagið í kjölfarið. Saksóknari heldur því fram að Hreiðar Már hafi látið bankann veita félagi sínu lánið án samþykkis stjórnar bankans og nægilegra trygginga. Hann hafi fengið rúmar 300 milljónir króna til frjálsra afnota eftir að hafa selt eignarhaldsfélagi sínu hlutabréfin á markaðsvirði eftir að hana keypt þau persónulega á lægra kaupréttargengi. Hreiðar Már segir hins vegar að lánið hafi verið í samræmi við ráðningarsamning hans og stefnu bankans um kauprétt. Bankinn hafi lánað starfsmönnum fyrir skattkröfum sem komu upp við nýtingu þeirra á kauprétti. Mismunurinn á verðinu sem hann lét eignarhaldsfélag sitt greiða fyrir bréfin og því sem hann greiddi persónulega hafi allur farið í skattgreiðslur vegna fyrri kaupréttarnýtingar hans.Hreiðar Már og Guðný með verjendum sínum í morgun.Vísir/VilhelmHafi aldrei tekið ákvarðanir Guðný Arna sagði fyrir dómnum að sem fjármálastjóri Kaupþingssamstæðunnar hafi hún séð um bókhald og uppgjör bankans en hvorki um lánveitingar né áhættustýringu. Eina aðkoma hennar að því þegar starfsmenn fengu lán frá bankanum vegna kaupréttar og skatta eins og Hreiðar Már gerði hafi verið að hafa milligöngu um að koma upplýsingum á framfæri við þá sem sáu um frágang. Hún hafi jafnframt sjálf verið í fríi þegar lánið til Hreiðars Más hafi verið til meðferðar innan bankans. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, bar ýmis gögn og tölvupósta undir Guðnýju, meðal annars nokkra þar sem hún spurðist fyrir um lánveitinguna til félags Hreiðars Más. Hún sagðist hins vegar ekki geta séð að henni hafi verið kunnugt um samskipti innan bankans um lánveitinguna. Fullyrti Guðný Arna að hún hafi ekki komið að lánveitingum sem þessum og ekki tekið neinar ákvarðanir um þær. Stjórn bankans hafi haft heimild til að taka hvaða ákvörðun sem er. Hún hafi samþykkt að fjármagna kaupréttarsamninga starfsmanna og skattskuldir sem gætu komið til af völdum þeirra. Aðrir hafi hins vegar farið með þau mál innan bankans. „Ég tók aldrei neinar ákvarðanir um neinar lánveitingar. Aldrei nokkurn tímann,“ sagði Guðný Arna sem neitaði því jafnframt að hafa nokkru sinni rætt lánið við Hreiðar Má.Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Viltu að ég giski? Sakarefnin í málinu áttu sér stað fyrir tíu árum. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, sagði vitnum að hann gerði sér grein fyrir að langt væri um liðið og að þau þyrftu aðeins að segja frá eins og þau myndu. Mörg vitnanna sem voru kölluð fyrir dóminn í dag báru enda við að þau myndu ekki eftir póstum og öðrum samskiptum sem tengdust láninu til eignarhaldsfélags Hreiðars Más. „Viltu að ég giski á hvað ég var að hugsa fyrir tíu árum?“ spurði Guðný Arna saksóknarann þegar hann vildi vita hvað hún hefði hugsað í tengslum við tiltekinn póst sem hún hafði sent. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sagðist einnig ítrekað ekki vilja geta í eyðurnar varðandi samskipti frá því í ágúst árið 2008 sem saksóknarinn bar undir hann. „Ég treysti mér ekki til að útskýra það neitt nánar,“ sagði Ingólfur spurður um orðalagsins „illu er bestu af lokið“ sem hann notaði í tölvupósti til starfsmanns samskiptasviðs bankans þegar tilkynna átti um kaup Hreiðars Más á bréfum í bankanum. Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. Hreiðar Már er sakaður um að hafa stefnt fé bankans í hættu með því að hafa látið hann lána eignarhaldsfélagi í sinni eigu rúmt hálfs milljarðs króna kúlulán árið 2008. Málið er það síðasta sem embætti sérstaks saksóknara sem þá hét ákærði fyrir í tengslum við bankahrunið. Aðalmeðferð í því hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lýsti Hreiðar Már ákærunni gegn sér sem ömurlegri en hann er einnig ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi eignarhaldsfélagi sínu hlutabréf sem hann hafði eignast í bankanum með því að virkja kauprétt sinn. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más, fyrst og fremst með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans. Málið varðar lán sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk frá bankanum og hlutabréf í bankanum sem hann keypti á grundvelli kaupréttar í ágúst 2008 og hann færði yfir í félagið í kjölfarið. Saksóknari heldur því fram að Hreiðar Már hafi látið bankann veita félagi sínu lánið án samþykkis stjórnar bankans og nægilegra trygginga. Hann hafi fengið rúmar 300 milljónir króna til frjálsra afnota eftir að hafa selt eignarhaldsfélagi sínu hlutabréfin á markaðsvirði eftir að hana keypt þau persónulega á lægra kaupréttargengi. Hreiðar Már segir hins vegar að lánið hafi verið í samræmi við ráðningarsamning hans og stefnu bankans um kauprétt. Bankinn hafi lánað starfsmönnum fyrir skattkröfum sem komu upp við nýtingu þeirra á kauprétti. Mismunurinn á verðinu sem hann lét eignarhaldsfélag sitt greiða fyrir bréfin og því sem hann greiddi persónulega hafi allur farið í skattgreiðslur vegna fyrri kaupréttarnýtingar hans.Hreiðar Már og Guðný með verjendum sínum í morgun.Vísir/VilhelmHafi aldrei tekið ákvarðanir Guðný Arna sagði fyrir dómnum að sem fjármálastjóri Kaupþingssamstæðunnar hafi hún séð um bókhald og uppgjör bankans en hvorki um lánveitingar né áhættustýringu. Eina aðkoma hennar að því þegar starfsmenn fengu lán frá bankanum vegna kaupréttar og skatta eins og Hreiðar Már gerði hafi verið að hafa milligöngu um að koma upplýsingum á framfæri við þá sem sáu um frágang. Hún hafi jafnframt sjálf verið í fríi þegar lánið til Hreiðars Más hafi verið til meðferðar innan bankans. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, bar ýmis gögn og tölvupósta undir Guðnýju, meðal annars nokkra þar sem hún spurðist fyrir um lánveitinguna til félags Hreiðars Más. Hún sagðist hins vegar ekki geta séð að henni hafi verið kunnugt um samskipti innan bankans um lánveitinguna. Fullyrti Guðný Arna að hún hafi ekki komið að lánveitingum sem þessum og ekki tekið neinar ákvarðanir um þær. Stjórn bankans hafi haft heimild til að taka hvaða ákvörðun sem er. Hún hafi samþykkt að fjármagna kaupréttarsamninga starfsmanna og skattskuldir sem gætu komið til af völdum þeirra. Aðrir hafi hins vegar farið með þau mál innan bankans. „Ég tók aldrei neinar ákvarðanir um neinar lánveitingar. Aldrei nokkurn tímann,“ sagði Guðný Arna sem neitaði því jafnframt að hafa nokkru sinni rætt lánið við Hreiðar Má.Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Viltu að ég giski? Sakarefnin í málinu áttu sér stað fyrir tíu árum. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, sagði vitnum að hann gerði sér grein fyrir að langt væri um liðið og að þau þyrftu aðeins að segja frá eins og þau myndu. Mörg vitnanna sem voru kölluð fyrir dóminn í dag báru enda við að þau myndu ekki eftir póstum og öðrum samskiptum sem tengdust láninu til eignarhaldsfélags Hreiðars Más. „Viltu að ég giski á hvað ég var að hugsa fyrir tíu árum?“ spurði Guðný Arna saksóknarann þegar hann vildi vita hvað hún hefði hugsað í tengslum við tiltekinn póst sem hún hafði sent. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, sagðist einnig ítrekað ekki vilja geta í eyðurnar varðandi samskipti frá því í ágúst árið 2008 sem saksóknarinn bar undir hann. „Ég treysti mér ekki til að útskýra það neitt nánar,“ sagði Ingólfur spurður um orðalagsins „illu er bestu af lokið“ sem hann notaði í tölvupósti til starfsmanns samskiptasviðs bankans þegar tilkynna átti um kaup Hreiðars Más á bréfum í bankanum.
Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00
Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39