Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 12:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson. Landbúnaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson.
Landbúnaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira