Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2018 10:39 Hreiðar Már Sigurðsson hefur verið tíður gestum í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur undanfarin ár. Hér er hann við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Vísir/Vilhelm Hver einasta króna sem Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, fékk þegar hann seldi eigin félagi hlutabréf í bankanum árið 2008 rann til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. Aðalmeðferð í málinu hófst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur og er reiknað með að hún gæti teygst til morguns. Ákæra héraðssaksóknara er sú síðasta í svonefndum hrunmálum sem gefin var út. Hún varðar lán sem Kaupþing veitti fyrrverandi bankastjóranum haustið 2008 í tengslum við að hann nýtti sér kauprétt á hlutabréfum í bankanum. Hreiðar Már er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að stjórn bankans hafi samþykkt lánið. Hann er jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, um 324 milljónir króna, hafi runnið inn á bankareikning hans til frjálsrar ráðstöfunar.Hreiðar Már og Guðný Arna ásamt verjendum sínum í dag. Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í málinu.Vísir/VilhelmHlátrasköll í dómsal Í vitnastóli gagnrýndi Hreiðar Már sumar spurningar Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara hjá héraðssaksóknara, og brást með furðu við sumum þeirra sem braust út í hlátri. Lýsti hann ákærunni sem „ömurlegri“. Útskýrði Hreiðar Már að bankinn hefði haft stefnu um að veita starfsmönnum kauprétt á hlutabréfum og að lána þeim fyrir sköttum sem gætu hlotist af því að þeir nýttu sér hann. Það hafi verið tilfellið þegar hann fékk lánið sem hann er nú ákærður fyrir. Mótmælti hann því harðlega að rúmar 300 milljónir króna hafi runnið til hans til „frjálsrar ráðstöfunar“ þegar hann framseldi hlutabréfin til eignarhaldsfélagsins. Féð hafi farið í að greiða skattkröfur vegna fyrri nýtingar hans á kauprétti. „Hver einasta króna fór í greiðslu til ríkissjóðs,“ staðhæfði Hreiðar Már sem spurði saksóknara hvort hann teldi heiðarlegt gagnvart sér að láta að því liggja að hann hafi fengið féð til eigin afnota. Gagnrýndi Hreiðar Már saksóknara fyrir að hafa ekki sagt vitnum sem yfirheyrð voru í málinu að féð sem hann fékk vegna tilfærslu hlutabréfanna hafi verið nýtt í skattgreiðslur. Honum hafi jafnframt aldrei verið heimilt að færa hlutabréfin yfir í félagið á öðru verði en markaðsvirði. Hvorki skattayfirvöld né Kauphöllin hefðu veitt samþykki fyrir lægra verði. Fyrirkomulagið á láninu og færslu hlutabréfanna til eignarhaldsfélagsins hafi ekki verið frábrugðnar því sem hafi verið þegar hann nýtti sér kauprétt árin á undan.Hreiðar Már á leið í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/VilhelmFinnst hann staddur í fáránleika Varðandi samþykki stjórnar fyrir lánveitingunni til eignarhaldsfélagsins sagðist Hreiðar Már ekki sjá ástæðu fyrir því að hún hefði þurft að taka hana sérstaklega fyrir. Stjórnin hefði þegar samþykkt stefnu um kauprétt fyrir starfsmenn og kveðið væri á um það í ráðningarsamningi hans við bankann. Hann hafi gefið sér að bankinn stæði við eigin samninga. Hvað sem því liði hafi hann aldrei komið nálægt umræðum eða ákvörðunum bankans um lánveitingar til hans sjálfs. Varðandi lánið sem ákært er fyrir hafi hann ekki verið í neinum samskiptum við starfsmenn bankans eða þrýst á þá um veitingu þess. Fullyrti Hreiðar Már að engin gögn eða vitnisburður í málinu sýndi fram á að hann hefði gefið skipanir um lánið eða þrýst á um að það yrði veitt. Spurði hann saksóknara hvort að það væri þá óskhyggja hans að hann hefði skipað fyrir um lánið.Hvernig getur embættið þá tekið ákvörðun um að ákæra mig fyrir það?“ spurði Hreiðar Már. Hreiðari Má hitnaði nokkuð í hamsi þegar hann gagnrýndi saksóknara fyrir þann hluta ákærunnar sem fjallar um meint innherjasvik hans þegar hann framseldi hlutabréfin til eigin félags. Lýsti fyrrverandi bankastjórinn innherjasvikum sem þeim glæp sem menn á verðbréfamarkaði fyrirlíti sem mest. Í slíkum máli beinist rannsókn fyrst og fremst að því hvort aðilar að viðskiptum hafi búið yfir sömu upplýsingum. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt um mál þar sem maður væri ákærður fyrir að hafa fært eignir til félags sem hann átti sjálfur 100%. „Ég get fullyrt það að í þessu máli bjó framkvæmdastjóri Hreiðars Más Sigurðssonar ehf., eini stjórnarmaður og eini hluthafi yfir nákvæmlega sömu upplýsingum og Hreiðar Már Sigurðsson,“ sagði Hreiðar Már sem lýsti því sem svo að honum fyndist hann staddur í „fáránleika“. Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hver einasta króna sem Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, fékk þegar hann seldi eigin félagi hlutabréf í bankanum árið 2008 rann til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. Aðalmeðferð í málinu hófst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur og er reiknað með að hún gæti teygst til morguns. Ákæra héraðssaksóknara er sú síðasta í svonefndum hrunmálum sem gefin var út. Hún varðar lán sem Kaupþing veitti fyrrverandi bankastjóranum haustið 2008 í tengslum við að hann nýtti sér kauprétt á hlutabréfum í bankanum. Hreiðar Már er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að stjórn bankans hafi samþykkt lánið. Hann er jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, um 324 milljónir króna, hafi runnið inn á bankareikning hans til frjálsrar ráðstöfunar.Hreiðar Már og Guðný Arna ásamt verjendum sínum í dag. Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í málinu.Vísir/VilhelmHlátrasköll í dómsal Í vitnastóli gagnrýndi Hreiðar Már sumar spurningar Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara hjá héraðssaksóknara, og brást með furðu við sumum þeirra sem braust út í hlátri. Lýsti hann ákærunni sem „ömurlegri“. Útskýrði Hreiðar Már að bankinn hefði haft stefnu um að veita starfsmönnum kauprétt á hlutabréfum og að lána þeim fyrir sköttum sem gætu hlotist af því að þeir nýttu sér hann. Það hafi verið tilfellið þegar hann fékk lánið sem hann er nú ákærður fyrir. Mótmælti hann því harðlega að rúmar 300 milljónir króna hafi runnið til hans til „frjálsrar ráðstöfunar“ þegar hann framseldi hlutabréfin til eignarhaldsfélagsins. Féð hafi farið í að greiða skattkröfur vegna fyrri nýtingar hans á kauprétti. „Hver einasta króna fór í greiðslu til ríkissjóðs,“ staðhæfði Hreiðar Már sem spurði saksóknara hvort hann teldi heiðarlegt gagnvart sér að láta að því liggja að hann hafi fengið féð til eigin afnota. Gagnrýndi Hreiðar Már saksóknara fyrir að hafa ekki sagt vitnum sem yfirheyrð voru í málinu að féð sem hann fékk vegna tilfærslu hlutabréfanna hafi verið nýtt í skattgreiðslur. Honum hafi jafnframt aldrei verið heimilt að færa hlutabréfin yfir í félagið á öðru verði en markaðsvirði. Hvorki skattayfirvöld né Kauphöllin hefðu veitt samþykki fyrir lægra verði. Fyrirkomulagið á láninu og færslu hlutabréfanna til eignarhaldsfélagsins hafi ekki verið frábrugðnar því sem hafi verið þegar hann nýtti sér kauprétt árin á undan.Hreiðar Már á leið í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/VilhelmFinnst hann staddur í fáránleika Varðandi samþykki stjórnar fyrir lánveitingunni til eignarhaldsfélagsins sagðist Hreiðar Már ekki sjá ástæðu fyrir því að hún hefði þurft að taka hana sérstaklega fyrir. Stjórnin hefði þegar samþykkt stefnu um kauprétt fyrir starfsmenn og kveðið væri á um það í ráðningarsamningi hans við bankann. Hann hafi gefið sér að bankinn stæði við eigin samninga. Hvað sem því liði hafi hann aldrei komið nálægt umræðum eða ákvörðunum bankans um lánveitingar til hans sjálfs. Varðandi lánið sem ákært er fyrir hafi hann ekki verið í neinum samskiptum við starfsmenn bankans eða þrýst á þá um veitingu þess. Fullyrti Hreiðar Már að engin gögn eða vitnisburður í málinu sýndi fram á að hann hefði gefið skipanir um lánið eða þrýst á um að það yrði veitt. Spurði hann saksóknara hvort að það væri þá óskhyggja hans að hann hefði skipað fyrir um lánið.Hvernig getur embættið þá tekið ákvörðun um að ákæra mig fyrir það?“ spurði Hreiðar Már. Hreiðari Má hitnaði nokkuð í hamsi þegar hann gagnrýndi saksóknara fyrir þann hluta ákærunnar sem fjallar um meint innherjasvik hans þegar hann framseldi hlutabréfin til eigin félags. Lýsti fyrrverandi bankastjórinn innherjasvikum sem þeim glæp sem menn á verðbréfamarkaði fyrirlíti sem mest. Í slíkum máli beinist rannsókn fyrst og fremst að því hvort aðilar að viðskiptum hafi búið yfir sömu upplýsingum. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt um mál þar sem maður væri ákærður fyrir að hafa fært eignir til félags sem hann átti sjálfur 100%. „Ég get fullyrt það að í þessu máli bjó framkvæmdastjóri Hreiðars Más Sigurðssonar ehf., eini stjórnarmaður og eini hluthafi yfir nákvæmlega sömu upplýsingum og Hreiðar Már Sigurðsson,“ sagði Hreiðar Már sem lýsti því sem svo að honum fyndist hann staddur í „fáránleika“.
Hrunið Tengdar fréttir Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00