Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 23:24 Assange telur illa með sig farið í sendiráðinu í London. Vísir/EPA Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, sakar ríkisstjórn Ekvadors um að reyna að losna við sig úr sendiráðinu í London þar sem hann hefur hafst við undanfarin sex ár. Ekvadorar veittu Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 til að forða honum því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um nauðgun. Dvölin í sendiráðinu hefur dregist á langinn því Assange óttast að vera fangelsaður í Bretlandi og framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur stefnt stjórnvöldum í Quito vegna aðstæðna sinna í sendiráðinu. Þau krefjast þess að hann greiði fyrir lækniskostnað, símtöl og hirðu um kött hans. Þegar málið var tekið fyrir í dag sakaði Assange ríkisstjórnina um að reyna að bola sér úr sendiráðinu. Lenin Moreno, forseti landsins, væri þegar búinn að ákveða að svipta hann hælinu án þess að vera búinn að tilkynna það formlega, að því er segir í frétt Reuters. Inigo Salvador, dómsmálaráðherra Ekvadors, segir þvert á móti að Assange sé frjálst að vera um kyrrt eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum þrátt fyrir að vera hans í sendiráðinu hafi þegar kostað landið um sex milljónir dollara. Máli Assange var vísað frá dómi á þeim forsendum að það væri utanríkisráðuneytið sem hefði umsjón með aðstæðum hans í sendiráðinu. Lögmenn Assange kærðu frávísunina. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, sakar ríkisstjórn Ekvadors um að reyna að losna við sig úr sendiráðinu í London þar sem hann hefur hafst við undanfarin sex ár. Ekvadorar veittu Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 til að forða honum því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um nauðgun. Dvölin í sendiráðinu hefur dregist á langinn því Assange óttast að vera fangelsaður í Bretlandi og framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur stefnt stjórnvöldum í Quito vegna aðstæðna sinna í sendiráðinu. Þau krefjast þess að hann greiði fyrir lækniskostnað, símtöl og hirðu um kött hans. Þegar málið var tekið fyrir í dag sakaði Assange ríkisstjórnina um að reyna að bola sér úr sendiráðinu. Lenin Moreno, forseti landsins, væri þegar búinn að ákveða að svipta hann hælinu án þess að vera búinn að tilkynna það formlega, að því er segir í frétt Reuters. Inigo Salvador, dómsmálaráðherra Ekvadors, segir þvert á móti að Assange sé frjálst að vera um kyrrt eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum þrátt fyrir að vera hans í sendiráðinu hafi þegar kostað landið um sex milljónir dollara. Máli Assange var vísað frá dómi á þeim forsendum að það væri utanríkisráðuneytið sem hefði umsjón með aðstæðum hans í sendiráðinu. Lögmenn Assange kærðu frávísunina.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26
Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44