Sænski þingforsetinn sér fjóra möguleika í stöðunni Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 18:23 Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, gekk í morgun á fund þingforsetans Andreas Norlén (á myndinni) þar sem hann greindi frá því að hann hafi siglt í strand í stjórnarmyndunarviðræðunum. Getty Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili. Norlén hefur þess í stað boðað leiðtoga til hópviðræðna út frá fjórum tillögum að nýrri ríkisstjórn. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, gekk í morgun á fund þingforseta þar sem hann greindi frá því að hann hafi siglt í strand og sjái sem stendur ekki fram á að geta myndað nýja stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti. Áður hafði Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, einnig mistekist að mynda nýja stjórn.Fjórar tillögur Þingforsetinn ræddi við leiðtoga allra flokka á þingi í dag og greindi frá næstu skrefum á fréttamannafundi nú síðdegis. Hann sagði að sem stendur væri ekki tímabært að veita neinum sérstakt umboð til stjórnarmyndunar. „Þess í stað vil ég taka að mér virkara hlutverk.“ Tillögurnar sem Norlén nefndi voru:Þjóðstjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum og borgaralegu flokkunum.Miðjustjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum, Miðflokknum og Frjálslyndum.Ríkisstjórn borgaralegu flokkanna og Græningja.Borgaraleg ríkisstjórn í einhverri mynd sem Kristersson hefur nefnt. Fyrstu fundirnir eru fyrirhugaðir þegar á morgun. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili. Norlén hefur þess í stað boðað leiðtoga til hópviðræðna út frá fjórum tillögum að nýrri ríkisstjórn. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, gekk í morgun á fund þingforseta þar sem hann greindi frá því að hann hafi siglt í strand og sjái sem stendur ekki fram á að geta myndað nýja stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti. Áður hafði Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, einnig mistekist að mynda nýja stjórn.Fjórar tillögur Þingforsetinn ræddi við leiðtoga allra flokka á þingi í dag og greindi frá næstu skrefum á fréttamannafundi nú síðdegis. Hann sagði að sem stendur væri ekki tímabært að veita neinum sérstakt umboð til stjórnarmyndunar. „Þess í stað vil ég taka að mér virkara hlutverk.“ Tillögurnar sem Norlén nefndi voru:Þjóðstjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum og borgaralegu flokkunum.Miðjustjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum, Miðflokknum og Frjálslyndum.Ríkisstjórn borgaralegu flokkanna og Græningja.Borgaraleg ríkisstjórn í einhverri mynd sem Kristersson hefur nefnt. Fyrstu fundirnir eru fyrirhugaðir þegar á morgun. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30