„Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn?“ Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 13:16 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Fulltrúi lögreglunnar á Twitter er ekki ánægður með viðbrögð við myndbandsupptöku af handtöku í Kópavogi. „Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu. Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
„Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14