Sport

Vinatieri orðinn sá stigahæsti í sögu NFL-deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adam Vinatieri er einstakur sparkari.
Adam Vinatieri er einstakur sparkari. vísir/getty
Hinn 45 ára gamli sparkari Indianapolis Colts, Adam Vinatieri, skráði nafn sitt gylltu letri í sögubækur NFL-deildarinnar í gær.

Hann sló þá met Danans Morten Andersen yfir flest stig í sögu deildarinnar. Met Andersen, sem hafði staðið lengi, var 2.544 stig. Hann bætti metið í lok fyrsta leikhluta í leiknum gegn Oakland Raiders.





Þetta er annað metið sem Vinatieri tekur af Andersen í vetur en fyrr á tímabilinu bætti hann metið yfir flest vallarmörk. Það met stóð í 566 vallarmörkum. Eins og sjá má hér að neðan skoraði Vinatieri líka einu sinni tvö stig.

Það var í leik með Patriots fyrir 20 árum síðan.





Hinn danski Andersen tók því vel að Vinatieri hefði tekið metið af honum og sendi honum kveðju sem var sýnd á CBS í gær.





NFL

Tengdar fréttir

Reyndu að yfirgefa barinn án þess að borga

Fjórir leikmenn Jacksonville Jaguars voru handteknir í London í aðdraganda leiks liðsins gegn Philadelphia. Þeir ætluðu sér að stinga af frá háum barreikningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×