Hrútasýningin í Hollywood heldur áfram að slá í gegn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2018 10:00 Todd Gurley fagnar með stuðningsmönnum. vísir/getty Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti