Yfirgnæfandi líkur á áfrýjun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2018 20:30 Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins. Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað að sögn lögmanns stefnanda. Dómsmálaráðherra segir fulla ástæðu til að áfrýja en að ríkislögmaður taki ákvörðunina. Formaður Lögmannafélags Íslands segir bagalegt að slíkur órói ríki í kringum dómaraskipunina. Lúðvík Örn Steinarsson lögmaður Jóni Höskuldssonar héraðsdómara segir yfirgnæfandi líkur á að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans samtals rúmar fimm milljónir króna í bætur vegna skipanar dómara við Landsrétt verði áfrýjað. Og það vegna röksemda fyrir lækkun bóta. Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um áfrýjun liggi ekki enn fyrir. „Það er nú svo að mínu mati, fljótt á litið, full ástæða, lögfræðilega til að áfrýja. Ég ætla að taka næstu viku til að setjast yfir þetta með ríkislögmanni. Það er auðvitað hann sem tekur ákvörðun um það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir dóminn þvert á vilja löggjafarvaldsins. „Mér sýnist nú þessi dómur í reynd hafa það í för með sér að Alþingi geti ekki haft nokkra skoðun á skipun dómara og það er þvert gegn löggjafarviljanum.“ Sigríður segist hafa viljað fá lengri tíma til að ákveða skipan dómara í Landsrétt. „Ég hefði hefði viljað hafa haft meiri tíma og þá spyrja mig margir: Ja, af hverju bara breyttir þú ekki lögunum. Það tel ég að hefði ekki verið gott.“ Málið snýst um að hæfnisnefnd taldi 15 einstaklinga hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt en Sigríður ákvað að skipta fjórum út fyrir aðra. „Það liggur fyrir að hefði ég lagt listann óbreyttan fyrir Alþingi, þá hefði Alþingi ekki samþykkt hann og mér hefði verið falið að finna einhver önnur nöfn. Vilji stóð til þess að auka vægi dómarareynslu í samblandi auðvitað við það markmið að tryggja það að dómarahópurinn allur yrði fjölbreyttur,“ segir Sigríður. Dómarareynsla Jóns Höskuldssonar hafi ekki uppfyllt þetta markmið. „Hann er með minni dómarareynslu en þeir fjórir sem ég setti inn.“ Formaður lögmannafélagsins segir að félagið hafi frá upphafi talið annmarka á málsmeðferð ráðherra. „Það er bagalegt að það skuli vera þessi órói og óróleiki í kringum þetta mál og í kringum þessa dómaraskipan,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður lögmannafélagsins.
Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47