Welbeck kláraði Sporting og misjafnt gengi Íslendingaliðanna Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2018 18:45 Welbeck fagnar sigurmarkinu í kvöld. vísir/getty Arsenal er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópudeildarinnar eftir 1-0 útisigur á Sporting í Portúgal í kvöld. Það var nóg fjör í fyrri leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni. Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik en Danny Welbeck skoraði þá á 78. mínútu og tryggði Arsenal mikilvægan útisigur. Í sama riðli sat Hannes Þór Halldórsson allan tímann á bekknum er Qarabag tapaði 0-1 fyrir Vorskla á heimavelli en eina markið kom í fyrri hálfleik. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, Sporting í öðru með sex, Vorskla í þriðja með þrjú en Hannes og félagar eru á botninum án stiga. Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leikmannahópi Zurich sem vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen en Guðlaugur Victor hefur verið að glíma við meiðsli. Zurich er á toppi riðilsins með níu stog og Leverkusen er í öðru sætinu með sex stig. Ludogorets og AEK eru með eitt stig svo Victor og félagar eru í góðum málum. Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu er Rosenborg fékk 3-0 skell gegn Salzburg á útivelli. Salzburg er með níu stig eftir leikina þrjá en Rosenborg án stiga.Öll úrslit dagsins:A-riðill: AEK - Ludogorets 1-1 Zurich - Bayer Leverkusen 3-2B-riðill: Leipzig - Celtic 2-0 Salzburg - Rosenborg 3-0C-riðill: FCK - Slavia Prag 0-1 Zenit - Bordeaux 2-1D-riðill: Anderlecht - Fenerbache 2-2 Spartak Trnava - Dinamo Zagreb 1-2E-riðill: Qarabag - Vorskla 0-1 Sporting - Arsenal 0-1F-riðill: Milan - Real Betis 1-2 F91 Dudelange - Olympiacos 0-2 Evrópudeild UEFA
Arsenal er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópudeildarinnar eftir 1-0 útisigur á Sporting í Portúgal í kvöld. Það var nóg fjör í fyrri leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni. Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik en Danny Welbeck skoraði þá á 78. mínútu og tryggði Arsenal mikilvægan útisigur. Í sama riðli sat Hannes Þór Halldórsson allan tímann á bekknum er Qarabag tapaði 0-1 fyrir Vorskla á heimavelli en eina markið kom í fyrri hálfleik. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, Sporting í öðru með sex, Vorskla í þriðja með þrjú en Hannes og félagar eru á botninum án stiga. Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leikmannahópi Zurich sem vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen en Guðlaugur Victor hefur verið að glíma við meiðsli. Zurich er á toppi riðilsins með níu stog og Leverkusen er í öðru sætinu með sex stig. Ludogorets og AEK eru með eitt stig svo Victor og félagar eru í góðum málum. Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu er Rosenborg fékk 3-0 skell gegn Salzburg á útivelli. Salzburg er með níu stig eftir leikina þrjá en Rosenborg án stiga.Öll úrslit dagsins:A-riðill: AEK - Ludogorets 1-1 Zurich - Bayer Leverkusen 3-2B-riðill: Leipzig - Celtic 2-0 Salzburg - Rosenborg 3-0C-riðill: FCK - Slavia Prag 0-1 Zenit - Bordeaux 2-1D-riðill: Anderlecht - Fenerbache 2-2 Spartak Trnava - Dinamo Zagreb 1-2E-riðill: Qarabag - Vorskla 0-1 Sporting - Arsenal 0-1F-riðill: Milan - Real Betis 1-2 F91 Dudelange - Olympiacos 0-2