Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 12:06 Nokkrir meintra morðingja Khashoggi eru sagðir tengjast Mohammed bin Salman krónprins. Sádar hafa reynt að fjarlægja prinsinn morðinu af fremsta megni. Vísir/EPA Saksóknari í Sádi-Arabíu segir að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur að „yfirlögðu ráði“. Vísar hann til vísbendinga sem sameiginlegur starfshópur Tyrkja og Sáda hafi fundið við rannsókn á morðinu. Þá eru saksóknarar sagðir yfirheyra grunaða menn. Sádar hafa orðið margsaga um dauða Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í Tyrklandi 2. október. Upphaflega neituðu þeir að hafa komið nærri dauða blaðamannsins og fullyrtu að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Rúmum tveimur vikum síðar viðurkenndu þeir loks að Khashoggi hefði látið lífið en þá í átökum við hóp manna sem hann hitti á skrifstofunni. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði svo um helgina að Khashoggi hefði verið myrtur en þeir sem bæru ábyrgð hefðu ekki gert það í umboði stjórnvalda í Ríad. Nú hefur ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu eftir ríkissaksóknara þar að Khashoggi hafi vissulega verið myrtur að yfirlögðu ráði. Sú yfirlýsing er nær því sem tyrknesk yfirvöld hafa sagt um að fimmtán manna teymi sem var sent frá Sádi-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi og síðan bútað líka hans niður.New York Times segir að þessi nýjasta breyting á opinberri afstöðu sádiarabískra yfirvalda sé til þess fallin að vekja enn frekari efasemdir um skýringar þeirra á dauða Khashoggi.Líkið enn ekki komið í leitirnar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi landsins, hefur sterklega verið bendlaður við að hafa skipað fyrir um morðið. Hann hefur heitið því að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Sádar hafa handtekið átján manns og tveir ráðgjafar krónprinsins hafa verið reknir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn hefur ekkert bólað á líki Khashoggi. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu sína um að hann hafi látið lífið á ræðisskrifstofunni hafa Sádar engar skýringar getað gefið á því hvað varð um líkið. Tyrkir eru sagðir búa yfir upptökum af morðinu á Khashoggi. Greint var frá því í morgun að Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði fengið að hlýða á upptöku þegar hún heimsótti Tyrkland vegna dauða Khashoggi í vikunni. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Saksóknari í Sádi-Arabíu segir að Jamal Khashoggi hafi verið myrtur að „yfirlögðu ráði“. Vísar hann til vísbendinga sem sameiginlegur starfshópur Tyrkja og Sáda hafi fundið við rannsókn á morðinu. Þá eru saksóknarar sagðir yfirheyra grunaða menn. Sádar hafa orðið margsaga um dauða Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í Tyrklandi 2. október. Upphaflega neituðu þeir að hafa komið nærri dauða blaðamannsins og fullyrtu að hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Rúmum tveimur vikum síðar viðurkenndu þeir loks að Khashoggi hefði látið lífið en þá í átökum við hóp manna sem hann hitti á skrifstofunni. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði svo um helgina að Khashoggi hefði verið myrtur en þeir sem bæru ábyrgð hefðu ekki gert það í umboði stjórnvalda í Ríad. Nú hefur ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu eftir ríkissaksóknara þar að Khashoggi hafi vissulega verið myrtur að yfirlögðu ráði. Sú yfirlýsing er nær því sem tyrknesk yfirvöld hafa sagt um að fimmtán manna teymi sem var sent frá Sádi-Arabíu hafi pyntað og myrt Khashoggi og síðan bútað líka hans niður.New York Times segir að þessi nýjasta breyting á opinberri afstöðu sádiarabískra yfirvalda sé til þess fallin að vekja enn frekari efasemdir um skýringar þeirra á dauða Khashoggi.Líkið enn ekki komið í leitirnar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi landsins, hefur sterklega verið bendlaður við að hafa skipað fyrir um morðið. Hann hefur heitið því að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Sádar hafa handtekið átján manns og tveir ráðgjafar krónprinsins hafa verið reknir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn hefur ekkert bólað á líki Khashoggi. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu sína um að hann hafi látið lífið á ræðisskrifstofunni hafa Sádar engar skýringar getað gefið á því hvað varð um líkið. Tyrkir eru sagðir búa yfir upptökum af morðinu á Khashoggi. Greint var frá því í morgun að Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði fengið að hlýða á upptöku þegar hún heimsótti Tyrkland vegna dauða Khashoggi í vikunni.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51
Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00