Guðjón lendir eftir átján ár á flugi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 10:50 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Fréttablaðið/anton brink Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur sagt upp störfum. Hugur hans leitar til Selfoss þar sem hann ætlar að taka þátt í uppbyggingu nýs miðbæjar en Guðjón er Selfyssingur að uppruna. Greint er frá vistaskiptum Guðjóns í Morgunblaðinu í dag. Guðjón er reglulegur viðmælandi í fjölmiðlum enda málefni íslenskra flugfélaga oft í brennidepli. Áður starfaði Guðjón, líkt og margur upplýsingafulltrúinn, við blaðamennsku. Meðal annars á Dagblaðinu Vísi, Helgarpóstinum. Morgunblaðinu og á Stöð 2. Hann lýsir starfinu, sem auglýst verður til umsóknar innan tíðar, sem fjölbreyttu og skemmtilegu. Aðeins hluti þess snúi út á við, þ.e. að svara fyrir flugfélagið í fjölmiðlum. „ Hluti þess snýr að þátttöku í almennri stjórnun félagsins sem mér hefur þótt heillandi, enda starfar fyrirtækið í alþjóðlegu umhverfi og margt á dagana drifið undanfarin 18 ár, t.d. hryðjuverkin 9/11 2001, hamagangurinn fyrir hrun, hrunið sjálft, Eyjafjallajökulsgosið og svo vöxturinn núna undanfarin ár og uppbygging ferðaþjónustunnar, svo eitthvað sé nefnt. Það er gaman að hafa verið með í ákvarðanatöku um helstu þætti í flugi- og ferðaþjónustu á þessum umbrotatíma, sem hefur valdið grundvallarbreytingum í samfélaginu, og mikill heiður að hafa verið treyst fyrir því svona lengi að tala fyrir hönd þess öfluga liðs sem myndar Icelandair,“ segir Guðjón í Morgunblaðinu. Guðjón ætlar að taka þátt í uppbyggingunni á Selfossi með vini sínum Leo Árnasyni. Hugmyndir þeirra snúa að því að í nýjum miðbæ Selfyssinga verði um 35 hús í klassískum stíl þar sem koma saman íbúðir, verslanir, skrifstofur og kaffihús svo eitthvað sé nefnt. Um hitamál er að ræða á Selfossi og var staðið að íbúakosningu vegna nýs skipulags í ágúst. 58,5% voru hlynnt nýju skipulagi en 39,1% á móti. Icelandair Vistaskipti Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur sagt upp störfum. Hugur hans leitar til Selfoss þar sem hann ætlar að taka þátt í uppbyggingu nýs miðbæjar en Guðjón er Selfyssingur að uppruna. Greint er frá vistaskiptum Guðjóns í Morgunblaðinu í dag. Guðjón er reglulegur viðmælandi í fjölmiðlum enda málefni íslenskra flugfélaga oft í brennidepli. Áður starfaði Guðjón, líkt og margur upplýsingafulltrúinn, við blaðamennsku. Meðal annars á Dagblaðinu Vísi, Helgarpóstinum. Morgunblaðinu og á Stöð 2. Hann lýsir starfinu, sem auglýst verður til umsóknar innan tíðar, sem fjölbreyttu og skemmtilegu. Aðeins hluti þess snúi út á við, þ.e. að svara fyrir flugfélagið í fjölmiðlum. „ Hluti þess snýr að þátttöku í almennri stjórnun félagsins sem mér hefur þótt heillandi, enda starfar fyrirtækið í alþjóðlegu umhverfi og margt á dagana drifið undanfarin 18 ár, t.d. hryðjuverkin 9/11 2001, hamagangurinn fyrir hrun, hrunið sjálft, Eyjafjallajökulsgosið og svo vöxturinn núna undanfarin ár og uppbygging ferðaþjónustunnar, svo eitthvað sé nefnt. Það er gaman að hafa verið með í ákvarðanatöku um helstu þætti í flugi- og ferðaþjónustu á þessum umbrotatíma, sem hefur valdið grundvallarbreytingum í samfélaginu, og mikill heiður að hafa verið treyst fyrir því svona lengi að tala fyrir hönd þess öfluga liðs sem myndar Icelandair,“ segir Guðjón í Morgunblaðinu. Guðjón ætlar að taka þátt í uppbyggingunni á Selfossi með vini sínum Leo Árnasyni. Hugmyndir þeirra snúa að því að í nýjum miðbæ Selfyssinga verði um 35 hús í klassískum stíl þar sem koma saman íbúðir, verslanir, skrifstofur og kaffihús svo eitthvað sé nefnt. Um hitamál er að ræða á Selfossi og var staðið að íbúakosningu vegna nýs skipulags í ágúst. 58,5% voru hlynnt nýju skipulagi en 39,1% á móti.
Icelandair Vistaskipti Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira