David Gilmour hrósar Todmobile Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 06:00 Todmobile ásamt Jon Anderson sem flutti Awaken. Fréttablaðið/Daníel Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Sjá meira
Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Sjá meira