Annar leiðtoga sænskra Græningja hættir næsta vor Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2018 13:36 Gustav Fridolin og Isabella Lövin, talsmenn sænskra Græningja. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Gustav Fridolin, annar tveggja leiðtoga sænskra Græningja, tilkynnti í morgun að hann hyggst láta af embætti á landsfundi í maí næstkomandi. „Ég vil veita nýjum talsmanni eins mikinn tíma og hægt er til að byggja upp eigið lið með Isabellu Lövin fyrir næstu kosningar,“ segir Fridolin. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo „talsmenn“ þar sem annar skal vera karlmaður og hinn kona. Auk þess má talsmaður sitja í embætti í níu ár að hámarki. Fridolin tók við embættinu árið 2011, sem þýðir að hann mun hætta ári fyrr en hámarkstíminn í reglum flokksins kveður á um. Í grein í Aftonbladet segist hann vonast til að fá meiri tíma til að vera sá faðir og maður sem hann vill vera. „Ég hlakka til að kenna á ný,“ en hann er menntaður kennari.Erfitt kjörtímabil Í talsmannstíð Fridolin tók flokkurinn í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn í Svíþjóð, en Græningjar og Jafnaðarmannaflokkurinn mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2014. Fridolin hefur gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Stefan Löfven, formanns Jafnaðarmanna, síðustu fjögur árin. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september en síðasta kjörtímabil reyndist Fridolin og Græningjum erfitt. Flokkurinn missti mikið fylgi í kosningunum, hlaut 4,6 prósent og sextán þingmenn.Mögulegir arftakar Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Fridolin eru Per Bolund, ráðherra fjármálamarkaðar og neytendamála, þingflokksformaðurinn Jonas Eriksson og Evrópuþingmaðurinn Jakop Dalunde. Isabella Lövin, hinn talsmaður Græningja, tók við embætti talsmanns flokksins árið 2016. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Gustav Fridolin, annar tveggja leiðtoga sænskra Græningja, tilkynnti í morgun að hann hyggst láta af embætti á landsfundi í maí næstkomandi. „Ég vil veita nýjum talsmanni eins mikinn tíma og hægt er til að byggja upp eigið lið með Isabellu Lövin fyrir næstu kosningar,“ segir Fridolin. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo „talsmenn“ þar sem annar skal vera karlmaður og hinn kona. Auk þess má talsmaður sitja í embætti í níu ár að hámarki. Fridolin tók við embættinu árið 2011, sem þýðir að hann mun hætta ári fyrr en hámarkstíminn í reglum flokksins kveður á um. Í grein í Aftonbladet segist hann vonast til að fá meiri tíma til að vera sá faðir og maður sem hann vill vera. „Ég hlakka til að kenna á ný,“ en hann er menntaður kennari.Erfitt kjörtímabil Í talsmannstíð Fridolin tók flokkurinn í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn í Svíþjóð, en Græningjar og Jafnaðarmannaflokkurinn mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2014. Fridolin hefur gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Stefan Löfven, formanns Jafnaðarmanna, síðustu fjögur árin. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september en síðasta kjörtímabil reyndist Fridolin og Græningjum erfitt. Flokkurinn missti mikið fylgi í kosningunum, hlaut 4,6 prósent og sextán þingmenn.Mögulegir arftakar Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Fridolin eru Per Bolund, ráðherra fjármálamarkaðar og neytendamála, þingflokksformaðurinn Jonas Eriksson og Evrópuþingmaðurinn Jakop Dalunde. Isabella Lövin, hinn talsmaður Græningja, tók við embætti talsmanns flokksins árið 2016.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira