Annar leiðtoga sænskra Græningja hættir næsta vor Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2018 13:36 Gustav Fridolin og Isabella Lövin, talsmenn sænskra Græningja. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Gustav Fridolin, annar tveggja leiðtoga sænskra Græningja, tilkynnti í morgun að hann hyggst láta af embætti á landsfundi í maí næstkomandi. „Ég vil veita nýjum talsmanni eins mikinn tíma og hægt er til að byggja upp eigið lið með Isabellu Lövin fyrir næstu kosningar,“ segir Fridolin. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo „talsmenn“ þar sem annar skal vera karlmaður og hinn kona. Auk þess má talsmaður sitja í embætti í níu ár að hámarki. Fridolin tók við embættinu árið 2011, sem þýðir að hann mun hætta ári fyrr en hámarkstíminn í reglum flokksins kveður á um. Í grein í Aftonbladet segist hann vonast til að fá meiri tíma til að vera sá faðir og maður sem hann vill vera. „Ég hlakka til að kenna á ný,“ en hann er menntaður kennari.Erfitt kjörtímabil Í talsmannstíð Fridolin tók flokkurinn í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn í Svíþjóð, en Græningjar og Jafnaðarmannaflokkurinn mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2014. Fridolin hefur gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Stefan Löfven, formanns Jafnaðarmanna, síðustu fjögur árin. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september en síðasta kjörtímabil reyndist Fridolin og Græningjum erfitt. Flokkurinn missti mikið fylgi í kosningunum, hlaut 4,6 prósent og sextán þingmenn.Mögulegir arftakar Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Fridolin eru Per Bolund, ráðherra fjármálamarkaðar og neytendamála, þingflokksformaðurinn Jonas Eriksson og Evrópuþingmaðurinn Jakop Dalunde. Isabella Lövin, hinn talsmaður Græningja, tók við embætti talsmanns flokksins árið 2016. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira
Gustav Fridolin, annar tveggja leiðtoga sænskra Græningja, tilkynnti í morgun að hann hyggst láta af embætti á landsfundi í maí næstkomandi. „Ég vil veita nýjum talsmanni eins mikinn tíma og hægt er til að byggja upp eigið lið með Isabellu Lövin fyrir næstu kosningar,“ segir Fridolin. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo „talsmenn“ þar sem annar skal vera karlmaður og hinn kona. Auk þess má talsmaður sitja í embætti í níu ár að hámarki. Fridolin tók við embættinu árið 2011, sem þýðir að hann mun hætta ári fyrr en hámarkstíminn í reglum flokksins kveður á um. Í grein í Aftonbladet segist hann vonast til að fá meiri tíma til að vera sá faðir og maður sem hann vill vera. „Ég hlakka til að kenna á ný,“ en hann er menntaður kennari.Erfitt kjörtímabil Í talsmannstíð Fridolin tók flokkurinn í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn í Svíþjóð, en Græningjar og Jafnaðarmannaflokkurinn mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2014. Fridolin hefur gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Stefan Löfven, formanns Jafnaðarmanna, síðustu fjögur árin. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september en síðasta kjörtímabil reyndist Fridolin og Græningjum erfitt. Flokkurinn missti mikið fylgi í kosningunum, hlaut 4,6 prósent og sextán þingmenn.Mögulegir arftakar Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Fridolin eru Per Bolund, ráðherra fjármálamarkaðar og neytendamála, þingflokksformaðurinn Jonas Eriksson og Evrópuþingmaðurinn Jakop Dalunde. Isabella Lövin, hinn talsmaður Græningja, tók við embætti talsmanns flokksins árið 2016.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira