HR ætlar í hart í máli Kristins Sigurjónssonar Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2018 10:57 Kristinn Sigurjónsson hefur lýst brottrekstri sínum sem áfalli, hann varð 64 ára á dögunum og sér ekki fram á að finna sér vinnu. visir/vilhelm Erindi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskóla Reykjavíkur, þess efnis að brottvísun Kristins verði dregin til baka, hefur verið hafnað. Mál Kristins hefur vakið mikla athygli og dregið dilk á eftir sér. Brottrekstur Kristins var fyrirvaralaus og ástæðan voru ummæli sem hann birti í lokuðum Facebookhópi sem heitir Karlmennskan, á þá leið að karlar gætu vart orðið um frjálst höfuð strokið, konur „eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Hatröm umræða Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, svaraði lengstum ekki erindi Jóns Steinars en sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem fram kom að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið, en sagði þó að hatur á grundvelli kynferðis ekki liðið innan veggja skólans.Jón Steinar og Ari Kristinn. Nú bendir flest til þess að þeirtveir muni takast á í réttarsal um mál hins brottrekna lektors.Umræða um málið hefur verið hatröm og meðan margir telja þetta snúa ástæðuna harla léttvæga og í raun aðför að tjáningarfrelsinu og jafnvel hinu akademíska frelsi hafa aðrir, einkum femínistar, fagnað. Meðal annars í öðrum Facebookhópi sem heitir Karlar gera merkilega hluti. Sá hópur komst svo í kjölfarið í sviðsljósið, í framhaldi málsins, vegna fúkyrðaflaums um karlmenn, einkum Jón Steinar, sem fjallaði sérstaklega um það í grein þar sem hann vekur sérstaklega athygli á því. Varð mörgum brugðið vegna þess sem þar kom á daginn, meðal annarra formaður Lögmannafélags Íslands, Berglindi Svavarsdóttur, sem varð hreinlega orða vant. Hefur málið þannig undið uppá sig og sér ekki fyrir enda á þeim deilum.Fundur laganema felldur niður Jón Steinar, sem er fyrsti prófessor Háskólans í Reykjavík og hefur lýst því yfir að brottreksturinn hafi skaðað skólann, sendi skólanum erindi fyrir hálfum mánuði og nú liggur fyrir að skólinn ætlar ekki að verða við kröfum hans. Skólinn hefur fengið sér lögmann í málið og er sá Eva B. Helgadóttir, LMD Mandat lögmannsstofu. Í stuttu samtali við Vísi segir Jón Steinar næsta skref það að hann muni senda skólanum svar og ef ekki náist samkomulag utan réttar þá verði að fara hina lögformlegu leið réttarríksins þegar slíkur ágreiningur er uppi, sem er að fela dómstólum úrlausn málsins. Í vikunni stóð til að félag laganema við HR héldi fund um málið og tjáningarfrelsið og var búið að fá Jón Steinar til að flytja framsögu við það tækifæri. Sá fundur var felldur niður, að sögn vegna þess að enginn fékkst til að mæta honum á þeim vettvangi. Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Erindi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskóla Reykjavíkur, þess efnis að brottvísun Kristins verði dregin til baka, hefur verið hafnað. Mál Kristins hefur vakið mikla athygli og dregið dilk á eftir sér. Brottrekstur Kristins var fyrirvaralaus og ástæðan voru ummæli sem hann birti í lokuðum Facebookhópi sem heitir Karlmennskan, á þá leið að karlar gætu vart orðið um frjálst höfuð strokið, konur „eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Hatröm umræða Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, svaraði lengstum ekki erindi Jóns Steinars en sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem fram kom að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið, en sagði þó að hatur á grundvelli kynferðis ekki liðið innan veggja skólans.Jón Steinar og Ari Kristinn. Nú bendir flest til þess að þeirtveir muni takast á í réttarsal um mál hins brottrekna lektors.Umræða um málið hefur verið hatröm og meðan margir telja þetta snúa ástæðuna harla léttvæga og í raun aðför að tjáningarfrelsinu og jafnvel hinu akademíska frelsi hafa aðrir, einkum femínistar, fagnað. Meðal annars í öðrum Facebookhópi sem heitir Karlar gera merkilega hluti. Sá hópur komst svo í kjölfarið í sviðsljósið, í framhaldi málsins, vegna fúkyrðaflaums um karlmenn, einkum Jón Steinar, sem fjallaði sérstaklega um það í grein þar sem hann vekur sérstaklega athygli á því. Varð mörgum brugðið vegna þess sem þar kom á daginn, meðal annarra formaður Lögmannafélags Íslands, Berglindi Svavarsdóttur, sem varð hreinlega orða vant. Hefur málið þannig undið uppá sig og sér ekki fyrir enda á þeim deilum.Fundur laganema felldur niður Jón Steinar, sem er fyrsti prófessor Háskólans í Reykjavík og hefur lýst því yfir að brottreksturinn hafi skaðað skólann, sendi skólanum erindi fyrir hálfum mánuði og nú liggur fyrir að skólinn ætlar ekki að verða við kröfum hans. Skólinn hefur fengið sér lögmann í málið og er sá Eva B. Helgadóttir, LMD Mandat lögmannsstofu. Í stuttu samtali við Vísi segir Jón Steinar næsta skref það að hann muni senda skólanum svar og ef ekki náist samkomulag utan réttar þá verði að fara hina lögformlegu leið réttarríksins þegar slíkur ágreiningur er uppi, sem er að fela dómstólum úrlausn málsins. Í vikunni stóð til að félag laganema við HR héldi fund um málið og tjáningarfrelsið og var búið að fá Jón Steinar til að flytja framsögu við það tækifæri. Sá fundur var felldur niður, að sögn vegna þess að enginn fékkst til að mæta honum á þeim vettvangi.
Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15
Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41
Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00