Telur sig geta káfað á konum líkt og Trump Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 20:53 Karlmaður sem sakaður er um að hafa káfað á konu um borð í flugvél frá Houston til Nýju Mexíkó á sunnudag afsakaði gjörðir sínar með því að segja að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, finnist í lagi að káfa á konum. Vísir/getty Karlmaður sem sakaður er um að hafa káfað á konu um borð í flugvél frá Houston til Nýju Mexíkó á sunnudag afsakaði gjörðir sínar með því að segja að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, finnist í lagi að káfa á konum. Það náðist á upptöku þegar Trump sagðist „grípa í píkuna á konum“ árið 2005. Myndskeiðið vakti töluverða athygli í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Bandaríkjaforseti á upptökunni. Maðurinn sem káfaði á kvenkyns farþega í flugvél á leið til Nýju Mexíkó heitir Bruce Michael Alexander en hann var handtekinn fyrir að brjóta á konunni við komuna til Nýju Mexíkó. Time hefur eftir konunni, sem vill ekki láta nafn síns getið, að Alexander, sem sat fyrir aftan hana í fluginu, hafi í tvígang hallað sér fram og þuklað á brjóstunum á henni. Þegar hann hafi í brotið á henni í seinna skiptið segist konan hafa risið úr sæti sínu og sagt manninum að hún skildi ekki hvernig honum fyndist framkoma sín í lagi og að hann yrði að láta af hegðun sinni þegar í stað. Konan bað flugþjón í framhaldinu um að færa sig í annað sæti flugvélarinnar. Hún sagði jafnframt að maðurinn hefði hvorki verið búinn að drekka áfengi né lyf. Seinna sagði Alexander að hann ræki ekki minni til þess að hafa káfað á konunni og sagðist hann hafa verið meira og minna sofandi alla flugferðina. Þetta stangast á við það sem hann sagði upphaflega við lögreglu sem var að hann teldi sig geta káfað á konum alveg eins og Trump sagðist hafa gert. Donald Trump Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Karlmaður sem sakaður er um að hafa káfað á konu um borð í flugvél frá Houston til Nýju Mexíkó á sunnudag afsakaði gjörðir sínar með því að segja að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, finnist í lagi að káfa á konum. Það náðist á upptöku þegar Trump sagðist „grípa í píkuna á konum“ árið 2005. Myndskeiðið vakti töluverða athygli í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Bandaríkjaforseti á upptökunni. Maðurinn sem káfaði á kvenkyns farþega í flugvél á leið til Nýju Mexíkó heitir Bruce Michael Alexander en hann var handtekinn fyrir að brjóta á konunni við komuna til Nýju Mexíkó. Time hefur eftir konunni, sem vill ekki láta nafn síns getið, að Alexander, sem sat fyrir aftan hana í fluginu, hafi í tvígang hallað sér fram og þuklað á brjóstunum á henni. Þegar hann hafi í brotið á henni í seinna skiptið segist konan hafa risið úr sæti sínu og sagt manninum að hún skildi ekki hvernig honum fyndist framkoma sín í lagi og að hann yrði að láta af hegðun sinni þegar í stað. Konan bað flugþjón í framhaldinu um að færa sig í annað sæti flugvélarinnar. Hún sagði jafnframt að maðurinn hefði hvorki verið búinn að drekka áfengi né lyf. Seinna sagði Alexander að hann ræki ekki minni til þess að hafa káfað á konunni og sagðist hann hafa verið meira og minna sofandi alla flugferðina. Þetta stangast á við það sem hann sagði upphaflega við lögreglu sem var að hann teldi sig geta káfað á konum alveg eins og Trump sagðist hafa gert.
Donald Trump Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira