Rétt'upp hönd strákar Eva Magnúsdóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Rétt' upp hönd ef þú vilt taka raunveruleg skref í átt að jafnrétti. Þetta er einfaldlega ekki komið og staðreyndin er sú að með sama hraða þá verður fullu jafnrétti ekki náð í atvinnulífinu fyrr en á næstu öld. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett 2010 og tóku þau gildi 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórninni skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Eftir gildistöku laganna var hlutfall kvenna orðið að 33% í stjórnum fyrirtækja en hefur staðið í stað síðan lögin tóku gildi. Lögin hafa að auki lítil áhrif haft á stöðu kvenna í framkvæmdastjórnum eins og vonir stóðu til og sem dæmi í félögum sem eru skráð á hlutabréfamarkað eru konur í framkvæmdastjórnum einungis 25%. Til þess að bregðast við þessari stöðnun hleypti FKA af stokkunum verkefninu Jafnvægisvoginni í samstarfi við velferðarráðuneytið, Deloitte, Sjóvá, Morgunblaðinu og Pipar\TBWA. Er markmiðið með verkefninu að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum. Í anda markmiða Jafnvægisvogar framleiddi auglýsingastofan Pipar\TBWA metnaðarfullt myndband sem tók flugið á samfélagsmiðlunum í síðustu viku. Myndbandið lýsir mýtunni sem byggir á því að konur séu ekki nægilega vel menntaðar, þær hafi ekki reynslu og séu tregar að rétta upp hönd og taka ábyrgð. Konur hafa rétt upp hönd í mörg ár og hjá FKA eru listar þar sem fjöldi kvenna hefur lýst sig reiðubúna að koma fram í fjölmiðlum og taka sæti í stjórnum. Myndbandinu Rétt' upp hönd er ætlað að vekja athygli á uppréttum höndum kvenna. Mælaborð jafnréttis verður kynnt á ráðstefnu FKA og samstarfsaðila þann 31. október næstkomandi á hótel Nordica. Karlar eru sérstaklega hvattir til að koma og taka þátt í umræðunni um eitt mikilvægasta málefni framtíðar, jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eva Magnúsdóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Rétt' upp hönd ef þú vilt taka raunveruleg skref í átt að jafnrétti. Þetta er einfaldlega ekki komið og staðreyndin er sú að með sama hraða þá verður fullu jafnrétti ekki náð í atvinnulífinu fyrr en á næstu öld. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett 2010 og tóku þau gildi 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórninni skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Eftir gildistöku laganna var hlutfall kvenna orðið að 33% í stjórnum fyrirtækja en hefur staðið í stað síðan lögin tóku gildi. Lögin hafa að auki lítil áhrif haft á stöðu kvenna í framkvæmdastjórnum eins og vonir stóðu til og sem dæmi í félögum sem eru skráð á hlutabréfamarkað eru konur í framkvæmdastjórnum einungis 25%. Til þess að bregðast við þessari stöðnun hleypti FKA af stokkunum verkefninu Jafnvægisvoginni í samstarfi við velferðarráðuneytið, Deloitte, Sjóvá, Morgunblaðinu og Pipar\TBWA. Er markmiðið með verkefninu að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum. Í anda markmiða Jafnvægisvogar framleiddi auglýsingastofan Pipar\TBWA metnaðarfullt myndband sem tók flugið á samfélagsmiðlunum í síðustu viku. Myndbandið lýsir mýtunni sem byggir á því að konur séu ekki nægilega vel menntaðar, þær hafi ekki reynslu og séu tregar að rétta upp hönd og taka ábyrgð. Konur hafa rétt upp hönd í mörg ár og hjá FKA eru listar þar sem fjöldi kvenna hefur lýst sig reiðubúna að koma fram í fjölmiðlum og taka sæti í stjórnum. Myndbandinu Rétt' upp hönd er ætlað að vekja athygli á uppréttum höndum kvenna. Mælaborð jafnréttis verður kynnt á ráðstefnu FKA og samstarfsaðila þann 31. október næstkomandi á hótel Nordica. Karlar eru sérstaklega hvattir til að koma og taka þátt í umræðunni um eitt mikilvægasta málefni framtíðar, jafnrétti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar