Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 18:30 Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36
Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17