Skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 18:02 Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Aðsend mynd Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Fréttastofa New York Times hefur undir höndum minnisblað frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum en þar segir að lagalegri skilgreiningu kyns verði breytt með þeim hætti að allir þegnar landsins muni teljast til þess kyns sem kynferði þeirra gefa til kynna við fæðingu og ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda fólks en varlega áætlað er talið að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Í yfirlýsingu félagasamtakanna segir að fyrirætlanirnar endurspegli hvort tveggja í senn skort á vísinda-og söguþekkingu og djúpstæða fyrirlitningu í garð trans og intersex fólks.Yrði gríðarlegt bakslag í baráttunni „Sú hugmynd að skipta megi mannkyninu í tvo fullkomlega einsleita líffræðilega flokka, karla og konur, er ofureinföldun sem kannski hentar ágætlega til líffræðikennslu í grunnskólum. Hún fangar þó engan veginn hinn margslungna veruleika líffræðilegs kyns. Í krafti þessarar einföldunar hefur intersex fólk verið afmáð af spjöldum sögunnar og sætt grófum mannréttindabrotum, oft af hálfu opinberra stofnana, sem eru fyrst nú að koma í ljós. Tillaga heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna væri gríðarlegt bakslag í mannréttindabaráttu intersex fólks og enn ein tilraun yfirvalda til að afmá tilvist þeirra.“ Tilvist trans- og intersex fólks verður ekki afmáð Í yfirlýsingunni segir jafnframt að tilvist transfólks og intersexfólks verði aldrei afmáð með pennastriki, hún er óyggjandi veruleiki. „Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er ritað að allir menn séu „skapaðir jafnir og frjálsir, og að af jafnri sköpun þeirra leiði ásköpuð óafsalanleg réttindi, þar á meðal réttinn til lífs, frelsis og hamingjuleitar“. Spurningin sem Bandaríkin standa nú frammi fyrir er: Ætla þau að standa vörð um þessi réttindi allra borgara sinna – eða troða á þeim?“ er sagt í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. 21. október 2018 16:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Fréttastofa New York Times hefur undir höndum minnisblað frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum en þar segir að lagalegri skilgreiningu kyns verði breytt með þeim hætti að allir þegnar landsins muni teljast til þess kyns sem kynferði þeirra gefa til kynna við fæðingu og ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda fólks en varlega áætlað er talið að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Í yfirlýsingu félagasamtakanna segir að fyrirætlanirnar endurspegli hvort tveggja í senn skort á vísinda-og söguþekkingu og djúpstæða fyrirlitningu í garð trans og intersex fólks.Yrði gríðarlegt bakslag í baráttunni „Sú hugmynd að skipta megi mannkyninu í tvo fullkomlega einsleita líffræðilega flokka, karla og konur, er ofureinföldun sem kannski hentar ágætlega til líffræðikennslu í grunnskólum. Hún fangar þó engan veginn hinn margslungna veruleika líffræðilegs kyns. Í krafti þessarar einföldunar hefur intersex fólk verið afmáð af spjöldum sögunnar og sætt grófum mannréttindabrotum, oft af hálfu opinberra stofnana, sem eru fyrst nú að koma í ljós. Tillaga heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna væri gríðarlegt bakslag í mannréttindabaráttu intersex fólks og enn ein tilraun yfirvalda til að afmá tilvist þeirra.“ Tilvist trans- og intersex fólks verður ekki afmáð Í yfirlýsingunni segir jafnframt að tilvist transfólks og intersexfólks verði aldrei afmáð með pennastriki, hún er óyggjandi veruleiki. „Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er ritað að allir menn séu „skapaðir jafnir og frjálsir, og að af jafnri sköpun þeirra leiði ásköpuð óafsalanleg réttindi, þar á meðal réttinn til lífs, frelsis og hamingjuleitar“. Spurningin sem Bandaríkin standa nú frammi fyrir er: Ætla þau að standa vörð um þessi réttindi allra borgara sinna – eða troða á þeim?“ er sagt í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. 21. október 2018 16:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. 21. október 2018 16:21