Innlent

Lögreguaðgerð gegn á­fengis­sölu í Kópa­vogi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Töluvert magn áfengis ku hafa verið haldlagt í aðgerðinni. Myndin er úr safni.
Töluvert magn áfengis ku hafa verið haldlagt í aðgerðinni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu og dreifingu áfengis í húsnæði í Kópavogi á mánudaginn. Þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu á vettvangi vegna málsins og færðir á lögreglustöð, en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum.

Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Um var að ræða aðgerð í tengslum við rannsókn embættisins á brotum gegn áfengislögum, brotum á lögum um matvæli og tollalögum. Töluvert af áfengi var haldlagt,“ segir í tilkynningunni.

Þá fylgir sögunni að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Í kringum jól og áramót bárust fréttir af því að lögregla hafi lokað nokkrum afhendingarstöðum netverslana með áfengi á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli reglugerðar um sölustaði áfengis á hátíðisdögum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×