Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagt Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 09:57 Erdogan fór yfir rannsóknina á dauða Jamals Khashoggi í ræðu í tyrkneska þinginu í morgun. Vísir/EPA Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
„Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15
Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01