Snillingar í að kjósa hvert annað Benedikt Bóas skrifar 23. október 2018 07:30 Þorbjörg er tilnefnd sem frumkvöðull ársins. Etur þar kappi við aðra frumkvöðla. Fréttablaðið/Anton Brink „Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
„Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira