Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. október 2018 11:03 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. Fyrst var greint frá málinu fyrir um tveimur vikum og kom þá fram að þrír hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess. Einn mannanna er enn í haldi en um helgina var sagt frá því að hann væri pakistanskur og grunaður um að hafa flutt tugi manna til Íslands á fölsuðum skilríkjum um tveggja ára skeið. Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á miðvikudaginn. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en Ólafur Helgi segir að málið verði metið seinni partinn á morgun eða fyrri part miðvikudags. Hinir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann. „Í sjálfu sér ætla ég ekki að staðfesta um hvað málið snýst. En það er til rannsóknar mál, það er talsvert umfangsmikið að skoða alla þætti þess þannig að það er ekkert hægt að segja á þessu augnabliki,“ segir Ólafur Helgi spurður út í mál pakistanska mannsins og hversu umfangsmikið það er. Um helgina var jafnframt greint frá því að lögreglan á Suðurnesjum hefði farið í húsleit við Snorrabraut. Þar hefði hópur fólks verið handtekinn en Ólafur Helgi vill ekki veita neinar upplýsingar um húsleitina. „Það er á þessu stigi ekki hægt að gefa neinar nánari upplýsingar um stöðu málsins eins og það stendur og við verðum bara að bíða og sjá til hvað það verður sem við fáum að sjá og getum rannsakað. Það er bara einfaldlega þannig.“En eru meintir þolendur enn hér á landi? „Það er nú málið. Við tjáum okkur ekki um það heldur hvort um sé að ræða þolendur eða ekki þolendur eða hvernig það er. Við vitum það ekki nægilega skýrt ennþá eins og er hvernig málið er vaxið og hvað er um að ræða,“ segir Ólafur Helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 „Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um vinnumansal Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald um helgina að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. 9. október 2018 17:45
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20
„Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21. október 2018 18:13