Hyggst leggja fram frumvarp vegna lögbanns á deilisíður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. október 2018 19:45 Þingmaður Pírata segir dómstóla ekki skilja internetið en Hæstiréttur staðfesti í vikunni lögbann á deilisíður. Hann segir dóminn vonda framfylgni á slæmri útfærslu á höfundaréttarlögum og hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um málið. Í vikunni staðfesti Hæstiréttur lögbann sem lagt var á aðgang að deilisíðum, en sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbannið að kröfu Sambands tónskálda og eigenda flutningsrétta (STEF) árið 2015. Hér er um að ræða síður á borð við deildu.net, Piratebay og aðrar síður þar sem höfundaréttarvörðu efni er deilt. Píratinn Helgi Hrafn er gagnrýninn á dóminn. „Það sem að er vont við þennan dóm er að hann felur það ekki í sér að vefsíðurnar eru teknar niður sem slíkar. Það geta verið lögmætar ástæður til að taka niður vefi þar sem þeir eru hýstir en það sem er vont við þennan dóm er að milliliðurinn, netveitan, er gerð ábyrg fyrir því að vefurinn sé einhvers staðar á internetinu,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir niðurstöðu dómsins byggja á því að dómstólar skilji ekki internetið auk skilningsleysi löggjafans. „Ég fullyrði það hiklaust að dómstólar skilja ekki undirliggjandi tækni og hvaða áhrif þetta hefur á gangverk internetsins. Það er ekki hægt að gera milliliðinn ábyrgan nema með því að láta hann brjóta í bága við þá staðla og þær vinnuaðferðir sem eiga að gilda um veitingu internets. Vandinn er ekki bara skilningsleysi hæstaréttar þó það sé vissulega hluti af vandanum heldur líka skilningsleysi löggjafans, þetta er bara vond löggjöf sem þarf að breyta. Þetta er dæmi um Vonda framfylgni á vondri útfærslu á höfundarétterlögum,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi vegna málsins. Dómsmál Tengdar fréttir Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Píratar hyggjast taka hæstaréttardóm sem gengur fram af netverjum upp á þingi. 18. október 2018 18:50 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Þingmaður Pírata segir dómstóla ekki skilja internetið en Hæstiréttur staðfesti í vikunni lögbann á deilisíður. Hann segir dóminn vonda framfylgni á slæmri útfærslu á höfundaréttarlögum og hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um málið. Í vikunni staðfesti Hæstiréttur lögbann sem lagt var á aðgang að deilisíðum, en sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbannið að kröfu Sambands tónskálda og eigenda flutningsrétta (STEF) árið 2015. Hér er um að ræða síður á borð við deildu.net, Piratebay og aðrar síður þar sem höfundaréttarvörðu efni er deilt. Píratinn Helgi Hrafn er gagnrýninn á dóminn. „Það sem að er vont við þennan dóm er að hann felur það ekki í sér að vefsíðurnar eru teknar niður sem slíkar. Það geta verið lögmætar ástæður til að taka niður vefi þar sem þeir eru hýstir en það sem er vont við þennan dóm er að milliliðurinn, netveitan, er gerð ábyrg fyrir því að vefurinn sé einhvers staðar á internetinu,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir niðurstöðu dómsins byggja á því að dómstólar skilji ekki internetið auk skilningsleysi löggjafans. „Ég fullyrði það hiklaust að dómstólar skilja ekki undirliggjandi tækni og hvaða áhrif þetta hefur á gangverk internetsins. Það er ekki hægt að gera milliliðinn ábyrgan nema með því að láta hann brjóta í bága við þá staðla og þær vinnuaðferðir sem eiga að gilda um veitingu internets. Vandinn er ekki bara skilningsleysi hæstaréttar þó það sé vissulega hluti af vandanum heldur líka skilningsleysi löggjafans, þetta er bara vond löggjöf sem þarf að breyta. Þetta er dæmi um Vonda framfylgni á vondri útfærslu á höfundarétterlögum,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi vegna málsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Píratar hyggjast taka hæstaréttardóm sem gengur fram af netverjum upp á þingi. 18. október 2018 18:50 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52
Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Píratar hyggjast taka hæstaréttardóm sem gengur fram af netverjum upp á þingi. 18. október 2018 18:50