Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 14:45 Flaugarnar sem samkomulagið bannaði voru mikilvægir hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku. Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku.
Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45