„Það er ekkert stærra mál sem mannkynið þarf að fást við en loftslagsbreytingarnar“ Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 14:00 Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem hann ræddi Arctic Circle ráðstefnuna, Hringborð norðurslóða, en þar koma saman um tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum heimsins og ræða málefni norðurslóða. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í október hvert ár og er þetta í sjötta skiptið sem ráðstefnan fer fram. Ráðstefnan er stærsti vettvangur alþjóðlegrar umræðu um málefni norðurslóða og koma þar saman vísindamenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og fulltrúar frumbyggja ásamt öðrum áhugamönnum um málefnið. Ólafur Ragnar, sem er formaður Hringborðs norðurslóða, segir tilgang ráðstefnunnar vera að leiða saman fólk úr allskyns áttum sem tengjast málefninu og gefa þeim tækifæri á að deila hugmyndum sínum. Hann segir augu margra beinast að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga enda séu þær hvað mest sýnilegar á norðurslóðum. Hann segir lykilatriði í uppbyggingu ráðstefnunnar vera það að þar sitji allir við sama borð og þangað séu allir velkomnir burtséð frá deilumálum einstakra þjóða á alþjóðavettvangi og tilgangurinn sé að byggja upp árangursríka samvinnu. „Þetta er borð sem allir geta setið við,“ segir Ólafur. Eitthvað einstakt í loftinu á Íslandi Ólafur segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir ráðstefnuna og það hafi margsinnis sannað sig. Harpan sé einstakt ráðstefnuhús og hér sé öðruvísi andrúmsloft en leiðtogar heimsins hafi kynnst áður. Friðsælt andrúmsloft og samfélagið sjálft eigi stóran hlut í því og nefnir þar leiðtogafund Ronald Reagan og Gorbachev sem dæmi. Hann segir það skipta máli hversu hve lítil þörf er á gæslu og viðbúnaði í kringum embættismenn, það hafi góð áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja landið og því sé auðvelt að mæta hingað til lands og ræða málin. „Það var eitthvað í andrúmsloftinu á Íslandi, þessu litla friðsæla landi, þar sem forsetinn og ráðherrar labba um án þess að vera með nokkra lífverði eða gæslu sem gerir það að verkum að menn koma hingað með opnari huga,“ segir Ólafur. Ekki bara vísindamenn sem eiga að tala um loftslagsbreytingar Þá segir Ólafur Ragnar loftslagsbreytingar vera stærsta mál sem mannkynið þurfi að kljást við. Það sé ekki einungis vísindamanna að tala um þær heldur verði ráðamenn og almenningur um allan heim að horfast í augu við ástandið og bregðast við. Þá segir hann áhuga heimsins á norðurslóðum í þessu samhengi skýrast af því að það sem gerist hér hefur áhrif á allan heim og má nefna þar bráðnun jökla. „Ef um það bil fjórðungur af Grænlandsjökli bráðnar þá hækkar sjávarborð um allan heim um tvo metra,“ segir hann og nefnir ríki eins og Kíríbatí, Arabísku furstadæmin og Singapúr í því samhengi, en Kíríbatí er um tvo metra yfir sjávarmáli. „Ef ísinn heldur áfram að bráðna á norðurslóðum þá verður Singapúr eða Arabísku furstadæmin ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.“ Aðspurður hvort hann sé svartsýnn framhaldið segir Ólafur vera raunsæismaður og því sé svarið bæði já og nei. „Ég hef þá trú að við séum að sjá öldu breytinga í áttina að hreinni orku sem muni hafa afgerandi áhrif á loftslag jarðarinnar og framtíðina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem hann ræddi Arctic Circle ráðstefnuna, Hringborð norðurslóða, en þar koma saman um tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum heimsins og ræða málefni norðurslóða. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í október hvert ár og er þetta í sjötta skiptið sem ráðstefnan fer fram. Ráðstefnan er stærsti vettvangur alþjóðlegrar umræðu um málefni norðurslóða og koma þar saman vísindamenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og fulltrúar frumbyggja ásamt öðrum áhugamönnum um málefnið. Ólafur Ragnar, sem er formaður Hringborðs norðurslóða, segir tilgang ráðstefnunnar vera að leiða saman fólk úr allskyns áttum sem tengjast málefninu og gefa þeim tækifæri á að deila hugmyndum sínum. Hann segir augu margra beinast að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga enda séu þær hvað mest sýnilegar á norðurslóðum. Hann segir lykilatriði í uppbyggingu ráðstefnunnar vera það að þar sitji allir við sama borð og þangað séu allir velkomnir burtséð frá deilumálum einstakra þjóða á alþjóðavettvangi og tilgangurinn sé að byggja upp árangursríka samvinnu. „Þetta er borð sem allir geta setið við,“ segir Ólafur. Eitthvað einstakt í loftinu á Íslandi Ólafur segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir ráðstefnuna og það hafi margsinnis sannað sig. Harpan sé einstakt ráðstefnuhús og hér sé öðruvísi andrúmsloft en leiðtogar heimsins hafi kynnst áður. Friðsælt andrúmsloft og samfélagið sjálft eigi stóran hlut í því og nefnir þar leiðtogafund Ronald Reagan og Gorbachev sem dæmi. Hann segir það skipta máli hversu hve lítil þörf er á gæslu og viðbúnaði í kringum embættismenn, það hafi góð áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja landið og því sé auðvelt að mæta hingað til lands og ræða málin. „Það var eitthvað í andrúmsloftinu á Íslandi, þessu litla friðsæla landi, þar sem forsetinn og ráðherrar labba um án þess að vera með nokkra lífverði eða gæslu sem gerir það að verkum að menn koma hingað með opnari huga,“ segir Ólafur. Ekki bara vísindamenn sem eiga að tala um loftslagsbreytingar Þá segir Ólafur Ragnar loftslagsbreytingar vera stærsta mál sem mannkynið þurfi að kljást við. Það sé ekki einungis vísindamanna að tala um þær heldur verði ráðamenn og almenningur um allan heim að horfast í augu við ástandið og bregðast við. Þá segir hann áhuga heimsins á norðurslóðum í þessu samhengi skýrast af því að það sem gerist hér hefur áhrif á allan heim og má nefna þar bráðnun jökla. „Ef um það bil fjórðungur af Grænlandsjökli bráðnar þá hækkar sjávarborð um allan heim um tvo metra,“ segir hann og nefnir ríki eins og Kíríbatí, Arabísku furstadæmin og Singapúr í því samhengi, en Kíríbatí er um tvo metra yfir sjávarmáli. „Ef ísinn heldur áfram að bráðna á norðurslóðum þá verður Singapúr eða Arabísku furstadæmin ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.“ Aðspurður hvort hann sé svartsýnn framhaldið segir Ólafur vera raunsæismaður og því sé svarið bæði já og nei. „Ég hef þá trú að við séum að sjá öldu breytinga í áttina að hreinni orku sem muni hafa afgerandi áhrif á loftslag jarðarinnar og framtíðina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira