Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 10:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Scott Olson Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að Bandaríkjamenn myndu áfram fylgjast með þróun mála vegna dauða Jamal Khashoggi en ríkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát hans í gær. Átján Sádar hafa verið handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát Khashoggi Skýringar ríkissjónvarpsins þar í landi voru þær að Khashoggi hafi lent í áflogum við þá sem hann hafði haldið til fundar við inni á skrifstofunni með þeim afleiðingum að hann lést. Lögregluyfirvöld í Tyrklandi halda því þó fram hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur og segja fjölmiðlar í landinu að til sé hljóðupptaka af morðinu sem sanni málflutning þeirra.Á blaðamannafundinum í gær sagði Trump skýringar Sádi-araba vera trúverðugar og handtaka mannanna væri „gott fyrsta skref“ í málinu. „Við sjáum hvað gerist, við gætum haft einhverjar spurningar og við höfum jú einhverjar spurningar.“ Viðbrögð við dauða Khashoggi hafa vakið hörð viðbrögð á meðal þingmanna Demókrata og Repúblikana og krefjast margir hverjir að málið verði rannsakað til hlítar á alþjóðavettvangi. Þingmaður Demókrata, Richard Blumenthal, segir yfirvöld í Sádí-arabíu vera að kaupa sér tíma með yfirlýsingu ríkissjónvarpsins varðandi dauða blaðamannsins og hún setji fram fleiri spurningar en svör. Þá sagði Trump að hann myndi halda áfram viðræðum við yfirvöld í Sádi-Arabíu og krefjast svara við ósvöruðum spurningum í kringum andlát blaðamannsins. Hann myndi síðan ákveða næstu skref í samráði við þingið. Donald Trump Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að Bandaríkjamenn myndu áfram fylgjast með þróun mála vegna dauða Jamal Khashoggi en ríkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát hans í gær. Átján Sádar hafa verið handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát Khashoggi Skýringar ríkissjónvarpsins þar í landi voru þær að Khashoggi hafi lent í áflogum við þá sem hann hafði haldið til fundar við inni á skrifstofunni með þeim afleiðingum að hann lést. Lögregluyfirvöld í Tyrklandi halda því þó fram hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur og segja fjölmiðlar í landinu að til sé hljóðupptaka af morðinu sem sanni málflutning þeirra.Á blaðamannafundinum í gær sagði Trump skýringar Sádi-araba vera trúverðugar og handtaka mannanna væri „gott fyrsta skref“ í málinu. „Við sjáum hvað gerist, við gætum haft einhverjar spurningar og við höfum jú einhverjar spurningar.“ Viðbrögð við dauða Khashoggi hafa vakið hörð viðbrögð á meðal þingmanna Demókrata og Repúblikana og krefjast margir hverjir að málið verði rannsakað til hlítar á alþjóðavettvangi. Þingmaður Demókrata, Richard Blumenthal, segir yfirvöld í Sádí-arabíu vera að kaupa sér tíma með yfirlýsingu ríkissjónvarpsins varðandi dauða blaðamannsins og hún setji fram fleiri spurningar en svör. Þá sagði Trump að hann myndi halda áfram viðræðum við yfirvöld í Sádi-Arabíu og krefjast svara við ósvöruðum spurningum í kringum andlát blaðamannsins. Hann myndi síðan ákveða næstu skref í samráði við þingið.
Donald Trump Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33
Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41