Geðheilbrigðisstefnumótun Eymundur L. Eymundsson skrifar 31. október 2018 09:34 Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar