Snærós leitar hefnda Benedikt Bóas skrifar 31. október 2018 07:00 Snærós Sindradóttir leitar að sögum sem snúast um hefndir í nútímasamfélagi. Fréttablaðið/Ernir Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira