Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 31. október 2018 08:00 Norðurlöndin eru okkur Íslendingum mjög verðmæt. Menning okkar og tungumál eru svipuð og auðveldara er að sækja sér nám og vinnu á Norðurlöndunum samanborið við önnur svæði. Samanlagt eru þau okkar stærsta einstaka „viðskiptaland“ sé litið til vöru og þjónustu. Að því þarf að hlúa. Norrænt samstarf skiptir okkur meira máli nú en nokkurn tíma fyrr, ekki síst þegar svo mikill órói er á alþjóðavettvangi. Þá þéttum við Norðurlöndin samstarf okkar inn á við og gerum okkar besta til að hafa góð áhrif út í heim. Sama má segja um samtal er varðar löggjafarstarfsemi á vettvangi Evrópusambandsins. Norðurlöndin geta þannig vakið athygli á sérstöðu sinni á hvaða vettvangi sem er. Til að mynda er varðar matvælaframleiðslu og öryggi matvæla. Í mínum huga stendur Ísland öðrum þjóðum framar hvað varðar framleiðslu á heilnæmum matvælum, sjávar- og landbúnaðarafurðum. Með heilnæmum matvælum er átt við hreinar afurðir í landi þar sem lyfjanotkun er með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að flæða frjálst á milli landa á EES-svæðinu eins og hverjar aðrar vörur. Ekki í þeim tilfellum þegar verja þarf lýðheilsu gegn matvælum sem geta haft skaðleg áhrif á lífríkið hér á landi, en ekki á meginlandi Evrópu. Ísland býr við þá sérstöðu, umfram önnur lönd, að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess að við erum eyja með hreina búfjárstofna. Slíkt er eftirsóknarvert.Sjálfbærni Norðurlandaráð er dæmi um vettvang sem getur sett mál á dagskrá sem varða okkar hagsmuni. Ísland tekur við formennsku í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári og var áætlunin kynnt í gær á Norðurlandaráðsþinginu sem nú fer fram í Ósló. Við erum einfaldlega komin á þann stað að allt sem við gerum þarf að þjóna því markmiði að tryggja sjálfbærni og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þar með talið sjálfbærni matvæla. Margt smátt gerir eitt stórt, og formennskuverkefnin eru hluti af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru okkur Íslendingum mjög verðmæt. Menning okkar og tungumál eru svipuð og auðveldara er að sækja sér nám og vinnu á Norðurlöndunum samanborið við önnur svæði. Samanlagt eru þau okkar stærsta einstaka „viðskiptaland“ sé litið til vöru og þjónustu. Að því þarf að hlúa. Norrænt samstarf skiptir okkur meira máli nú en nokkurn tíma fyrr, ekki síst þegar svo mikill órói er á alþjóðavettvangi. Þá þéttum við Norðurlöndin samstarf okkar inn á við og gerum okkar besta til að hafa góð áhrif út í heim. Sama má segja um samtal er varðar löggjafarstarfsemi á vettvangi Evrópusambandsins. Norðurlöndin geta þannig vakið athygli á sérstöðu sinni á hvaða vettvangi sem er. Til að mynda er varðar matvælaframleiðslu og öryggi matvæla. Í mínum huga stendur Ísland öðrum þjóðum framar hvað varðar framleiðslu á heilnæmum matvælum, sjávar- og landbúnaðarafurðum. Með heilnæmum matvælum er átt við hreinar afurðir í landi þar sem lyfjanotkun er með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að flæða frjálst á milli landa á EES-svæðinu eins og hverjar aðrar vörur. Ekki í þeim tilfellum þegar verja þarf lýðheilsu gegn matvælum sem geta haft skaðleg áhrif á lífríkið hér á landi, en ekki á meginlandi Evrópu. Ísland býr við þá sérstöðu, umfram önnur lönd, að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess að við erum eyja með hreina búfjárstofna. Slíkt er eftirsóknarvert.Sjálfbærni Norðurlandaráð er dæmi um vettvang sem getur sett mál á dagskrá sem varða okkar hagsmuni. Ísland tekur við formennsku í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári og var áætlunin kynnt í gær á Norðurlandaráðsþinginu sem nú fer fram í Ósló. Við erum einfaldlega komin á þann stað að allt sem við gerum þarf að þjóna því markmiði að tryggja sjálfbærni og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þar með talið sjálfbærni matvæla. Margt smátt gerir eitt stórt, og formennskuverkefnin eru hluti af því.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun