Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2018 20:00 Brúin yfir Gilsfjörð stytti Vestfjarðaveg um 17 kílómetra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira