Mafíuforinginn „Whitey“ Bulger fannst látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 17:43 Bulger var sakfelldur fyrir morð í Massachusetts, Flórída og Oklahoma. Vísir/EPA Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans. Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans.
Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20
„Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25
Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02