„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2018 14:53 Steinunn Steinþórsdóttir í pontu á Húsnæðisþingi á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Vísir/vilhelm Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. Hún sagði mikilvægt að byggðar yrðu minni íbúðir, sem henti þörfum ungs fólks. Steinunn er kennari á Egilsstöðum og hefur einnig starfað með félagasamtökunum Ungt Austurland, sem vilja m.a. gera landshlutann að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólki. Erindi Steinunnar á þinginu í dag bar titilinn „Að búa utan suðvesturhornsins“.Kostur að hafa ekkert H&M Steinunn hefur búið á Egilsstöðum síðastliðin tvö ár en er uppalin í Garðabæ. Hún sagði þörfina til að prófa eitthvað nýtt hafa orðið til þess að hún flutti út á land, auk þess sem hana langaði að losna við stressið sem fylgir umferðinni í höfuðborginni. Steinunn sagði Egilsstaði góðan búsetukost fyrir ungt fólk og að þar sé frábært að búa. Stutt sé í alla þjónustu, enginn eyði tíma sínum í umferðarteppum til og frá vinnu og þá séu freistingar færri, með tilheyrandi peningasparnaði. „Það er ekki kaffihús á hverju strái, H&M er ekki með útibú, og ég tala nú ekki um að komast ekki í búð á ókristilegum tíma þar sem allar verslanir loka klukkan sjö.“ Ekki hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið Staðreyndin sé hins vegar sú að á Egilsstöðum vanti húsnæði til leigu og kaupa, sérstaklega fyrir ungt fólk. Steinunn sagði að húsin sem stæðu fólki til boða væru mörg gömul og í slæmu ásigkomulagi, og nýbyggingar væru nær allar í kringum 200 fermetrar. Þannig sé ekki verið að svara þörfum unga fólksins. „Það er nánast óásættanlegt því það vantar fólk til starfa hjá mörgum fyrirtækjum.“ Þá sé einnig fátt um fína drætti ef fólk hyggst stækka við sig, og sagði Steinunn það eina ástæðuna fyrir því að læknar og annað heilbrigðisfólk haldist ekki í starfi úti á landi. Steinunn benti jafnframt á að ekki væri hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið, auk þess sem þangað sé oft erfitt að sækja tækifærin sökum íbúðaverðs. Hún kallaði eftir því að íbúðarhúsnæði yrði byggt í auknum mæli á landsbyggðinni, og þá sérstaklega íbúðir í hóflegri stærð sem henti ungu fólki. „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið.“ Fljótsdalshérað Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. Hún sagði mikilvægt að byggðar yrðu minni íbúðir, sem henti þörfum ungs fólks. Steinunn er kennari á Egilsstöðum og hefur einnig starfað með félagasamtökunum Ungt Austurland, sem vilja m.a. gera landshlutann að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólki. Erindi Steinunnar á þinginu í dag bar titilinn „Að búa utan suðvesturhornsins“.Kostur að hafa ekkert H&M Steinunn hefur búið á Egilsstöðum síðastliðin tvö ár en er uppalin í Garðabæ. Hún sagði þörfina til að prófa eitthvað nýtt hafa orðið til þess að hún flutti út á land, auk þess sem hana langaði að losna við stressið sem fylgir umferðinni í höfuðborginni. Steinunn sagði Egilsstaði góðan búsetukost fyrir ungt fólk og að þar sé frábært að búa. Stutt sé í alla þjónustu, enginn eyði tíma sínum í umferðarteppum til og frá vinnu og þá séu freistingar færri, með tilheyrandi peningasparnaði. „Það er ekki kaffihús á hverju strái, H&M er ekki með útibú, og ég tala nú ekki um að komast ekki í búð á ókristilegum tíma þar sem allar verslanir loka klukkan sjö.“ Ekki hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið Staðreyndin sé hins vegar sú að á Egilsstöðum vanti húsnæði til leigu og kaupa, sérstaklega fyrir ungt fólk. Steinunn sagði að húsin sem stæðu fólki til boða væru mörg gömul og í slæmu ásigkomulagi, og nýbyggingar væru nær allar í kringum 200 fermetrar. Þannig sé ekki verið að svara þörfum unga fólksins. „Það er nánast óásættanlegt því það vantar fólk til starfa hjá mörgum fyrirtækjum.“ Þá sé einnig fátt um fína drætti ef fólk hyggst stækka við sig, og sagði Steinunn það eina ástæðuna fyrir því að læknar og annað heilbrigðisfólk haldist ekki í starfi úti á landi. Steinunn benti jafnframt á að ekki væri hagkvæmt að öll þjóðin hrúgist á höfuðborgarsvæðið, auk þess sem þangað sé oft erfitt að sækja tækifærin sökum íbúðaverðs. Hún kallaði eftir því að íbúðarhúsnæði yrði byggt í auknum mæli á landsbyggðinni, og þá sérstaklega íbúðir í hóflegri stærð sem henti ungu fólki. „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið.“
Fljótsdalshérað Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Bein útsending: Fjölmennt húsnæðisþing á Hilton Stjórnvöld boða til húsnæðisþings í samræmi við nýsamþykkt lög þess efnis. 30. október 2018 09:45
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43