Segir enga sérhæfða þjónustu í boði fyrir krabbameinssjúka eftir fjögur á daginn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 20:30 Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í janúar síðastliðinn. Á þeim tíma sem hann var í krabbameinsmeðferð þurfti hann nokkrum sinnum að sækja í bráðaþjónustu eftir klukkan fjögur á daginn. Krabbameinsdeildir eru eingöngu opnar milli átta og fjögur og þurfti hann því að sækja þjónustuna inn á Bráðadeild spítalans í Fossvogi.Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í upphafið árs.Guðbjörn segir þann stað lífsógnandi fyrir einstaklinga með bælt ónæmiskerfi en í fréttum stöðvar 2 í gær benti Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, á þá staðreynd að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun. Án hennar vanti heildræna yfirsýn í málaflokkinn. Guðbjörn Jóhann telur mikila þörf á því að stjórnvöld virki áætlunina. Heildræn stefna skipti höfuð máli fyrir fólk sem berst fyrir lífi sínu. „Mér finnst að það ætti að vera sér bráðamóttaka fyrir krabbameinssjúklinga. Fólk á að geta sótt á spítalann án þess að þurfa að eiga á hættu að sýkjast af öðrum veikindum, svo sem kvefi eða lungnabólgu. Það þarf að vera hægt að fá sérhæfða þjónustu,“ segir hann. Hann bendir á að þegar þú ert með krabbamein og veikist skyndilega að kvöldi til þá eigir þú ekki að þurfa að hræðast það að leita á spítalann. Sjálfur er hann laus við meinið en undir stöðugu eftirliti næstu árin. „Það er erfitt fyrir ónæmisbældan krabbameinssjúkling að lenda í því, kannski eftir lokun, að verða veikur og þurfa svo að leita á bráðamóttöku þar sem fyrir er mikið af veiku fólki. Þurfa svo að bíða í dágóðan tíma eftir að geta komist inn á herbergi sem er sérhannað fyrir krabbameinssjúklinga,“ bendir hann á. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verður málið tekið fyrir eftir helgi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. 8. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í janúar síðastliðinn. Á þeim tíma sem hann var í krabbameinsmeðferð þurfti hann nokkrum sinnum að sækja í bráðaþjónustu eftir klukkan fjögur á daginn. Krabbameinsdeildir eru eingöngu opnar milli átta og fjögur og þurfti hann því að sækja þjónustuna inn á Bráðadeild spítalans í Fossvogi.Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í upphafið árs.Guðbjörn segir þann stað lífsógnandi fyrir einstaklinga með bælt ónæmiskerfi en í fréttum stöðvar 2 í gær benti Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, á þá staðreynd að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun. Án hennar vanti heildræna yfirsýn í málaflokkinn. Guðbjörn Jóhann telur mikila þörf á því að stjórnvöld virki áætlunina. Heildræn stefna skipti höfuð máli fyrir fólk sem berst fyrir lífi sínu. „Mér finnst að það ætti að vera sér bráðamóttaka fyrir krabbameinssjúklinga. Fólk á að geta sótt á spítalann án þess að þurfa að eiga á hættu að sýkjast af öðrum veikindum, svo sem kvefi eða lungnabólgu. Það þarf að vera hægt að fá sérhæfða þjónustu,“ segir hann. Hann bendir á að þegar þú ert með krabbamein og veikist skyndilega að kvöldi til þá eigir þú ekki að þurfa að hræðast það að leita á spítalann. Sjálfur er hann laus við meinið en undir stöðugu eftirliti næstu árin. „Það er erfitt fyrir ónæmisbældan krabbameinssjúkling að lenda í því, kannski eftir lokun, að verða veikur og þurfa svo að leita á bráðamóttöku þar sem fyrir er mikið af veiku fólki. Þurfa svo að bíða í dágóðan tíma eftir að geta komist inn á herbergi sem er sérhannað fyrir krabbameinssjúklinga,“ bendir hann á. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verður málið tekið fyrir eftir helgi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. 8. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. 8. nóvember 2018 20:00