Þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndum í risasigri Steelers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 08:30 Það var gaman hjá leikmönnum Pittsburgh Steelers í nótt. Vísir/Getty Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira