Viðvörun Hörður Ægisson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni átti ekki að koma neinum á óvart. Nefndin taldi, réttilega eða ranglega, að hún ætti engra annarra kosta völ en að sýna tennurnar. Trúverðugleiki hennar væri að öðrum kosti undir. Bankinn hefur það lögboðna hlutverk að halda verðbólgu um eða undir 2,5 prósentum, sem tókst samfleytt í meira en fjögur ár, en á mjög skömmum tíma hafa hins vegar verðbólguhorfur farið hratt versnandi, þróun sem peningastefnunefndin hefur metið að hún gæti varla litið fram hjá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að vextirnir muni hækka enn frekar á næsta ári. Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélaganna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsakavaldur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxtahækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafnlaunahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum. Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrarerfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðishöftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðarefni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40 prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að skref voru tekin til að takast á við aflandskrónustabbann, þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skuldabréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hagkerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda. Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verðbólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur. Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni átti ekki að koma neinum á óvart. Nefndin taldi, réttilega eða ranglega, að hún ætti engra annarra kosta völ en að sýna tennurnar. Trúverðugleiki hennar væri að öðrum kosti undir. Bankinn hefur það lögboðna hlutverk að halda verðbólgu um eða undir 2,5 prósentum, sem tókst samfleytt í meira en fjögur ár, en á mjög skömmum tíma hafa hins vegar verðbólguhorfur farið hratt versnandi, þróun sem peningastefnunefndin hefur metið að hún gæti varla litið fram hjá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að vextirnir muni hækka enn frekar á næsta ári. Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélaganna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsakavaldur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxtahækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafnlaunahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum. Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrarerfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðishöftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðarefni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40 prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að skref voru tekin til að takast á við aflandskrónustabbann, þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skuldabréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hagkerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda. Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verðbólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur. Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið.
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun