Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2018 20:30 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúar Árneshrepps á Ströndum þurfa að aka lengst allra landsmanna á malarvegi til að komast heim til sín og lokast auk þessi inni mánuðum saman yfir veturinn vegna ófærðar. Oddvitinn segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Árneshreppsbúar gætu átt þann vafasama heiður, kannski ásamt íbúum Mjóafjarðar fyrir austan, að búa við verstu vegasamgöngur á Íslandi. Og engir þurfa að aka jafn langan malarveg heim til sín eins og þeir á Ströndum, eða 62 kílómetra milli Bjarnarfjarðar og Norðurfjarðar. Verstur er þó kaflinn um Veiðileysuháls. Þar snýst málið um að rjúfa vetrareinangrun enda búa íbúar hreppsins við þá fáheyrðu stöðu að geta lokast inni í allt að þrjá mánuði á ári.Frá veginum um Veiðileysuháls.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn Eva Sigurbjörnsdóttir rifjar upp að ítrekað hafi verið lofað úrbótum. „Veiðileysuhálsinn er búinn að vera eitthvert olnbogabarn sem aldrei hefur fengið það sem til átti að taka. 2008 var búið að leggja fyrir ákveðna upphæð sem átti að nota og svo átti að koma samskonar upphæð 2009, og þá átti að vinna úr því. 2009, sko! En þá kom hrunið og allt var skorið niður við trog,” segir Eva. Svo kom næsta loforð, í samgönguáætlun 2015-2018 var gert ráð fyrir 700 milljónum króna í Veiðileysuháls árið 2016, en þá gerðist heldur ekki neitt. Og núna er komin samgönguáætlun sem boðar að framkvæmdir hefjist árið 2022. „Þetta er sko blaut tuska í andlitið á öllu þessu fólki. Alltaf erum við að vona. Við misstum frá okkur unga fólkið í stórum stíl árið 2016, bara út af samgöngunum. Það er alveg pottþétt. Það fóru þrír ungir bændur héðan árið 2016 og tveir þeirra voru með börn. Það var bara sorgarferli sem við erum ekkert búin að vinna úr ennþá,“ segir Eva.Fjárflutningabíll ekur í átt að Djúpuvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp ákall þriggja barna móður um betri veg í fréttum okkar fyrir sex árum, Elísu Aspar Valgeirsdóttur, skólastjóra Finnbogastaðaskóla. Þessi fimm manna fjölskylda er núna flutt burt og búið að loka skólanum. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Þetta eru algerlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ segir oddviti Árneshrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Tengdar fréttir Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Íbúar Árneshrepps á Ströndum þurfa að aka lengst allra landsmanna á malarvegi til að komast heim til sín og lokast auk þessi inni mánuðum saman yfir veturinn vegna ófærðar. Oddvitinn segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Árneshreppsbúar gætu átt þann vafasama heiður, kannski ásamt íbúum Mjóafjarðar fyrir austan, að búa við verstu vegasamgöngur á Íslandi. Og engir þurfa að aka jafn langan malarveg heim til sín eins og þeir á Ströndum, eða 62 kílómetra milli Bjarnarfjarðar og Norðurfjarðar. Verstur er þó kaflinn um Veiðileysuháls. Þar snýst málið um að rjúfa vetrareinangrun enda búa íbúar hreppsins við þá fáheyrðu stöðu að geta lokast inni í allt að þrjá mánuði á ári.Frá veginum um Veiðileysuháls.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn Eva Sigurbjörnsdóttir rifjar upp að ítrekað hafi verið lofað úrbótum. „Veiðileysuhálsinn er búinn að vera eitthvert olnbogabarn sem aldrei hefur fengið það sem til átti að taka. 2008 var búið að leggja fyrir ákveðna upphæð sem átti að nota og svo átti að koma samskonar upphæð 2009, og þá átti að vinna úr því. 2009, sko! En þá kom hrunið og allt var skorið niður við trog,” segir Eva. Svo kom næsta loforð, í samgönguáætlun 2015-2018 var gert ráð fyrir 700 milljónum króna í Veiðileysuháls árið 2016, en þá gerðist heldur ekki neitt. Og núna er komin samgönguáætlun sem boðar að framkvæmdir hefjist árið 2022. „Þetta er sko blaut tuska í andlitið á öllu þessu fólki. Alltaf erum við að vona. Við misstum frá okkur unga fólkið í stórum stíl árið 2016, bara út af samgöngunum. Það er alveg pottþétt. Það fóru þrír ungir bændur héðan árið 2016 og tveir þeirra voru með börn. Það var bara sorgarferli sem við erum ekkert búin að vinna úr ennþá,“ segir Eva.Fjárflutningabíll ekur í átt að Djúpuvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp ákall þriggja barna móður um betri veg í fréttum okkar fyrir sex árum, Elísu Aspar Valgeirsdóttur, skólastjóra Finnbogastaðaskóla. Þessi fimm manna fjölskylda er núna flutt burt og búið að loka skólanum. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Þetta eru algerlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ segir oddviti Árneshrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Tengdar fréttir Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent