Þurfi að snúa bökum saman gegn bókunarvélum sem moka út fjármunum til Google Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2018 21:00 Þeim ferðamönnum sem sækja Ísland heim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. vísir/vilhelm Ferðamálafræðingurinn Hermann Valsson telur að það sé grafalvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu hversu miklum fjármunum bókunarsíðan Booking.com eyði til þess að auka sýnileika sinn á leitarvélinni Google. Hann áætlar að síður á borð við Booking sogi til sín 5-7,5 milljarða á ári úr íslenska hagkerfinu. Booking Holding, móðurfyrirtæki Booking.com, kynnti í vikunni rekstrarniðurstöður síðastsa ársfjórðungs en þar kom fram að fyrirtækið hafi eytt um 1,3 milljörðum dolla í auglýsingar þar sem fyrirtækið greiðir þeim sem birtir auglýsinguna pening ef viðskiptavinur smellir á auglýsinguna eða kaupir þjónustuna sem er auglýst.Google græðir á tá og fingriGreinendur á markaði telja að megnið af þeim fjármunum hafi runnið til Google, eða einn milljarður bandaríkjadollara á síðasta ársfjórðungi, eða því sem samsvarar um 120 milljörðum á gengi dagsins í dag. Telja greinendur á markaði að Booking sé einn af fimm stærstu viðskiptavinum Google á heimsvísu.Ef til vill kemur ekki á óvart hversu mikla áherslu Booking leggur á það að auglýsa hjá Google enda leitarvél bandaríska tæknirisans sú vinsælasta í þeim geira. Ferðalangar sem hafa áhuga á að ferðast til annarra landa nota gjarnan leitarvél Google til þess að leita að gistingu eða flugi og þá getur verið mikilvægt að vera sem efst í leitarniðurstöðunum. Booking á í harðri samkeppni við sambærilegar bókunarsíður á borð við TripAdvisor, Expedia og Google sjálft.Viðskiptamódel hinna hefðbundu bókunarsíða er þó frábrugðið viðskiptamódeli Google. Bandaríski tæknirisinn reiðir sig á tekjur af auglýsingasölu en Booking, Tripadvisor og sambærilegar síður fá stærstan hluta tekna sinna í gegnum þóknanir frá hótelum, gistiheimilum og öðrum ferðaþjónustuaðilum.Mjög líklegt er að stór hluti þessara ferðamanna hafi bókað gistingu með aðstoð bókunarvélar á borð við Booking.com.vísir/vilhelmVoru snemma búnar að ná fótfestu hér á landi Slíkar þóknarnir hafa verið harðlega gagnrýndar, meðal annars hér á landi, enda eru þeir í sumum tilfellum í hærra lagi. Þannig sagðist Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í viðtali við fréttastofu í vor hafa áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Þetta er staða sem er grafalvarleg,“ segir Hermann í samtali við Vísi en hann vakti athygli á þeim gríðarlegum fjármunum sem Booking nýtir til þess að tryggja að leitarniðurstöður vísi á bókunarvélar félagsins. Hermann hefur rannsakað þessi mál frá árinu 2012 og árið 2013 setti hann upp tölvur sem hann lét líta út fyrir að vera frá þeim tíu löndum sem flestir ferðamenn koma hingað til lands frá. Lét hann tölvurnar leita að gistingu í Reykjavík og niðurstöðurnar voru allar á sömu veg. „Árið 2013 þá voru þessi fyrirtæki strax búin að hertaka þær niðurstöður sem við vorum að leita eftir,“ segir Hermann. Auðvelt er að sannreyna orð Hermanns en sé frasinn „Hotel in Reykjavik“ sleginn inn í leitarvél Google eru auglýsingar frá Booking.com, Hotels.com og Tripadvisor.com efstar á blaði. Ef horft er framhjá auglýsingunum á Booking.com tvær efstu leitarniðurstöðurnar. „Við förum alltaf inn á þessar bókunarvélar, göngum frá gistinginunni og borgum þóknunina,“ segir Hermann en samkvæmt athugunum hans eru hótel að greiða allt að 22 prósent og upp í 24 prósent að meðaltali í þóknanir til erlendra bókunarsíða. Þetta þýði að um 5-7,5 milljarðar króna hafi farið úr landi í erlenda vasa bókunarsíðanna.Skjáskot af Google-leit.Þurfa að snúa bökum saman Telur hann að rétta leiðin til þess að bregðast við háum söluþóknunum erlendra bókunarsíða sé að yfirvöld, sem verði af skatttekjum, og ferðaþjónustuaðilar snúi bökum saman til þess að spyrna við fótum. Mögulega gætu hótelin tekið sig saman og leitarvélabestað Ísland í sameiningu með hjálp yfirvalda og reynt þannig að fara framhjá bókunarsíðunum erlendu. Þá gætu hótel- og gististaðaeigendur einnig þrýst á í sameiningu á erlendar bókunarsíður lækkuðu þóknunina sem þarf að greiða til þeirra, en það tækist þó aðeins ef allir stæðu saman. „Þetta er peningur sem gæti verið að fara beint inn í íslenska nýsköpun. Við erum að senda allan þennan pening til Bandaríkjanna sem er nýttur í nýsköpun þar. Þarna er verið að mergsjúga pening út úr greininni sem ætti að fara í nýsköpun og hagnað,“ segir Hermann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ferðamálafræðingurinn Hermann Valsson telur að það sé grafalvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu hversu miklum fjármunum bókunarsíðan Booking.com eyði til þess að auka sýnileika sinn á leitarvélinni Google. Hann áætlar að síður á borð við Booking sogi til sín 5-7,5 milljarða á ári úr íslenska hagkerfinu. Booking Holding, móðurfyrirtæki Booking.com, kynnti í vikunni rekstrarniðurstöður síðastsa ársfjórðungs en þar kom fram að fyrirtækið hafi eytt um 1,3 milljörðum dolla í auglýsingar þar sem fyrirtækið greiðir þeim sem birtir auglýsinguna pening ef viðskiptavinur smellir á auglýsinguna eða kaupir þjónustuna sem er auglýst.Google græðir á tá og fingriGreinendur á markaði telja að megnið af þeim fjármunum hafi runnið til Google, eða einn milljarður bandaríkjadollara á síðasta ársfjórðungi, eða því sem samsvarar um 120 milljörðum á gengi dagsins í dag. Telja greinendur á markaði að Booking sé einn af fimm stærstu viðskiptavinum Google á heimsvísu.Ef til vill kemur ekki á óvart hversu mikla áherslu Booking leggur á það að auglýsa hjá Google enda leitarvél bandaríska tæknirisans sú vinsælasta í þeim geira. Ferðalangar sem hafa áhuga á að ferðast til annarra landa nota gjarnan leitarvél Google til þess að leita að gistingu eða flugi og þá getur verið mikilvægt að vera sem efst í leitarniðurstöðunum. Booking á í harðri samkeppni við sambærilegar bókunarsíður á borð við TripAdvisor, Expedia og Google sjálft.Viðskiptamódel hinna hefðbundu bókunarsíða er þó frábrugðið viðskiptamódeli Google. Bandaríski tæknirisinn reiðir sig á tekjur af auglýsingasölu en Booking, Tripadvisor og sambærilegar síður fá stærstan hluta tekna sinna í gegnum þóknanir frá hótelum, gistiheimilum og öðrum ferðaþjónustuaðilum.Mjög líklegt er að stór hluti þessara ferðamanna hafi bókað gistingu með aðstoð bókunarvélar á borð við Booking.com.vísir/vilhelmVoru snemma búnar að ná fótfestu hér á landi Slíkar þóknarnir hafa verið harðlega gagnrýndar, meðal annars hér á landi, enda eru þeir í sumum tilfellum í hærra lagi. Þannig sagðist Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í viðtali við fréttastofu í vor hafa áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Þetta er staða sem er grafalvarleg,“ segir Hermann í samtali við Vísi en hann vakti athygli á þeim gríðarlegum fjármunum sem Booking nýtir til þess að tryggja að leitarniðurstöður vísi á bókunarvélar félagsins. Hermann hefur rannsakað þessi mál frá árinu 2012 og árið 2013 setti hann upp tölvur sem hann lét líta út fyrir að vera frá þeim tíu löndum sem flestir ferðamenn koma hingað til lands frá. Lét hann tölvurnar leita að gistingu í Reykjavík og niðurstöðurnar voru allar á sömu veg. „Árið 2013 þá voru þessi fyrirtæki strax búin að hertaka þær niðurstöður sem við vorum að leita eftir,“ segir Hermann. Auðvelt er að sannreyna orð Hermanns en sé frasinn „Hotel in Reykjavik“ sleginn inn í leitarvél Google eru auglýsingar frá Booking.com, Hotels.com og Tripadvisor.com efstar á blaði. Ef horft er framhjá auglýsingunum á Booking.com tvær efstu leitarniðurstöðurnar. „Við förum alltaf inn á þessar bókunarvélar, göngum frá gistinginunni og borgum þóknunina,“ segir Hermann en samkvæmt athugunum hans eru hótel að greiða allt að 22 prósent og upp í 24 prósent að meðaltali í þóknanir til erlendra bókunarsíða. Þetta þýði að um 5-7,5 milljarðar króna hafi farið úr landi í erlenda vasa bókunarsíðanna.Skjáskot af Google-leit.Þurfa að snúa bökum saman Telur hann að rétta leiðin til þess að bregðast við háum söluþóknunum erlendra bókunarsíða sé að yfirvöld, sem verði af skatttekjum, og ferðaþjónustuaðilar snúi bökum saman til þess að spyrna við fótum. Mögulega gætu hótelin tekið sig saman og leitarvélabestað Ísland í sameiningu með hjálp yfirvalda og reynt þannig að fara framhjá bókunarsíðunum erlendu. Þá gætu hótel- og gististaðaeigendur einnig þrýst á í sameiningu á erlendar bókunarsíður lækkuðu þóknunina sem þarf að greiða til þeirra, en það tækist þó aðeins ef allir stæðu saman. „Þetta er peningur sem gæti verið að fara beint inn í íslenska nýsköpun. Við erum að senda allan þennan pening til Bandaríkjanna sem er nýttur í nýsköpun þar. Þarna er verið að mergsjúga pening út úr greininni sem ætti að fara í nýsköpun og hagnað,“ segir Hermann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30