Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2018 18:05 Þorsteinn Már Baldvinsson. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi „beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. Þetta kemur fram í bréfi sem Þorsteinn Már Vilhjálmsson og Kristján Vilhelmsson, stjórnendur Samherja sendu á starfsmenn fyrirtækisins í dag en afrit var einnig sent fjölmiðlum. „Með þessum dómi lýkur endanlega tæplega sjö ára aðför Seðlabankans á hendur Samherja. Öllum fullyrðingum og sökunum Seðlabankans á hendur Samherja og starfsfólki okkar hefur verið hnekkt og bankinn beðið afhroð,“ segir í bréfinu. Adraganda málsins á rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012. Í bréfinu segir að Kristjáni og Þorsteini Má hafi þótt það þungbært að sitja undir „ásökunum jafn valdamikillar stofnunar og Seðlabanka Íslands,“ en að þeim sé efst í huga þakklæti í garð starfsmanna félagsins sem hafi staðið þétt við bakið á stjórnendum fyrirtækisins undanfarin ár. „Við unnum ásamt ykkur heiðarlega og samviskusamlega að rekstri okkar fyrirtækis á tímum sem eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Samstaða ykkar hjálpar okkur að halda áfram þegar að okkur er sótt.“ Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi „beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. Þetta kemur fram í bréfi sem Þorsteinn Már Vilhjálmsson og Kristján Vilhelmsson, stjórnendur Samherja sendu á starfsmenn fyrirtækisins í dag en afrit var einnig sent fjölmiðlum. „Með þessum dómi lýkur endanlega tæplega sjö ára aðför Seðlabankans á hendur Samherja. Öllum fullyrðingum og sökunum Seðlabankans á hendur Samherja og starfsfólki okkar hefur verið hnekkt og bankinn beðið afhroð,“ segir í bréfinu. Adraganda málsins á rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012. Í bréfinu segir að Kristjáni og Þorsteini Má hafi þótt það þungbært að sitja undir „ásökunum jafn valdamikillar stofnunar og Seðlabanka Íslands,“ en að þeim sé efst í huga þakklæti í garð starfsmanna félagsins sem hafi staðið þétt við bakið á stjórnendum fyrirtækisins undanfarin ár. „Við unnum ásamt ykkur heiðarlega og samviskusamlega að rekstri okkar fyrirtækis á tímum sem eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Samstaða ykkar hjálpar okkur að halda áfram þegar að okkur er sótt.“
Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16