Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:00 Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira