Lífið

Hver er harðasti iðnaðar­maður Íslands 2018?

Tinni Sveinsson skrifar
Dómnefnd hefur valið sex sem keppa um eftirsótta titilinn Harðasti iðnaðarmaður Íslands.
Dómnefnd hefur valið sex sem keppa um eftirsótta titilinn Harðasti iðnaðarmaður Íslands.
Útvarpsstöðin X977 og Wurth leita að harðasta iðnaðarmanninum á Íslandi.

Undanfarnar vikur hefur hlustendum X977 boðist að koma með tilnefningar um harðasta iðnaðarmanninn og komu inn fjölmargar ábendingar um slíka. Sérstök dómnefnd fór svo yfir allar tilnefningar. Hún hefur valið sex einstaklinga sem þóttu skara framúr og hefst nú kosning á harðasta iðnaðarmanni Íslands.

Þetta er í fjórða skiptið sem harðasti iðnaðarmaðurinn er valinn hér á Vísi. Árið 2015 var Arnór Davíð Pétursson pípari valinn, 2016 var það Halldóra Þorvarðardóttir blikksmiður og 2017 varð Auður Linda Sonjudóttir fyrir valinu.

Kosningin stendur yfir til hádegis 14. nóvember. Sigurvegarinn verður síðan krýndur í sérstöku lokahófi þann 15. nóvember.

Halldór Bergmann
Bergþór Jóhannesson
Pétur Pálmason
Kristín Snorradóttir
Þorkell Gunnar Þorkelsson
Jón Gísli Harðarson
Jæja, þá er komið að því. Hver er harðasti iðnaðarmaðurinn? Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Stelpur á móti straumnum

Konur sem velja að læra karllægar iðngreinar eru fyrirmyndir yngri stelpna og annarra kvenna í samfélaginu. Það er ein niðurstaða átaksins #kvennastarf sem hófst í vor fyrir tilstilli allra iðn- og verkmenntaskóla landsins. Stúlkur í iðnnámi og aðrar sem hafa nýlokið slíku námi ræddu um stöðuna við blaðamann. Þær eru bjartsýnar á atvinnumöguleika sína og ánægðar með námið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.