Aron Einar gefur út bók: Ég hef fullorðnast í sviðsljósinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:45 Aron Einar Gunnarsson á HM síðast sumar. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira