Tugir þúsunda í fjöldagröfum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2018 08:30 Frá uppgreftri fjöldagrafar í Sýrlandi. vísir/getty Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira