Sport

Kúrekarnir skotnir niður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi ágæta kona vill láta reka Jason Garrett, þjálfara Kúrekanna. Hún er ekki ein á þeirri skoðun.
Þessi ágæta kona vill láta reka Jason Garrett, þjálfara Kúrekanna. Hún er ekki ein á þeirri skoðun. vísir/getty
Það er vandræðagangur á Dallas Cowboys og tap, 14-28, á heimavelli gegn Tennessee Titans gæti reynst dýrt í lok tímabils.

Dallas er núna 3-5 og í þriðja sæti í sínum riðli en þó aðeins tveimur sigrum frá toppsætinu. Dallas má því ekki við því að misstíga sig mikið meira ef það ætlar sér sæti í úrslitakeppninni. Tennessee er aftur á móti 4-4 og í öðru sæti síns riðils.

Dallas byrjaði leikinn ágætlega og leiddi framan af. Titans náði þó að jafna fyrir hlé, 14-14.

Gestirnir svo sterkari í síðari hálfleik og leikstjórnandi þeirra, Marcus Mariota, gerði endanlega út um leikinn er hann hljóp sjálfur með boltann í endamarkið. 14-28 og frammistaða Dallas olli miklum vonbrigðum.

Leikstjórnandi Kúrekanna, Dak Prescott, kláraði 21 af 31 sendingum sínum fyrir 243 jördum, 2 snertimörkum og hann kastaði líka einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór aðeins 61 jard í þessum leik. Hinn nýi útherji liðsins Amari Cooper greip fimm bolta fyrir 58 jördum og einu snertimarki.

Mariota kláraði 21 af 29 sendingum sínum fyrir 240 jördum og 2 snertimörkum. Dion Lewis hljóp mest í liði Titans eða 62 jarda.

Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×