Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2018 21:00 Lilja Björnsdóttir sauðfjárbóndi með soninn Björn Gest Agnarsson í viðtali á Hvanná í Jökuldal síðastliðið sumar. Drengurinn var þá aðeins átta daga gamall. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07
"Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00