Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2018 21:00 Lilja Björnsdóttir sauðfjárbóndi með soninn Björn Gest Agnarsson í viðtali á Hvanná í Jökuldal síðastliðið sumar. Drengurinn var þá aðeins átta daga gamall. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú lifa aðeins tveir; annar í Reykjavík en hinn á Hallormsstað, sá eini sem eftir er í sveit á Íslandi.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er í þessari virðulegu byggingu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á ferð okkar um sveitir Austurlands í sumar kynntumst við því hvernig skólinn hefur mótað örlög fólks, til dæmis Helgu Jónsdóttir úr Mjóafirði, sem kynntist bóndasyninum á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Benedikt Hrafnkelssyni, fyrir 37 árum. „Ég fór á Hallormsstaðaskóla og þar var náttúrlega vetrarhjálpin svokölluð. Þá komu einhverjir strákar og hittu stelpurnar,“ segir Helga og hlær. -Og þið vissuð af þessu, strákarnir? „Þetta náttúrlega spurðist út, sko. Það reddaðist allt saman,“ segir Benedikt. Útskýringu á hugtakinu „vetrarhjálpin" má sjá í þessari frétt.Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, bændur á Hallgeirsstöðum og eigendur Hótels Svartaskógar í Jökulsárhlíð.Stöð 2/Arnar HalldórssonEn ef þið haldið að þetta sé liðin tíð, heyrið þá sögu nýbakaðrar móður frá Selfossi, Lilju Björnsdóttur, sem býr nú með manni sínum, Agnari Benediktssyni, og syni þeirra, á Hvanná 2 í Jökuldal. Við spurðum hvað hefði leitt hana austur á land: „Ég fór nú bara í húsmæðraskólann á Hallormsstað. Svo hitti ég manninn minn fljótlega eftir að ég byrjaði þar,“ svarar Lilja. -Þannig að þetta gerist ennþá eins og það gerðist í gamla daga? „Já, já. Rómantíkin í húsmæðraskólanum, hún er ennþá til.“ -Þannig að það verður greinilega að halda skólanum lifandi til að viðhalda sveitunum? „Það er um að gera, það eru þessar heimavistir,“ segir Lilja.Skólinn er í hjarta Hallormsstaðaskógar, með útsýni yfir Löginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fjallað var um Hússtjórnarskólann á Hallormsstað fyrir fjórum árum í þættinum „Um land allt“. Í næstu þáttum „Um land allt“ á Stöð 2 verður fjallað um mannlíf í þremur sveitum Austurlands; Jökulsárhlíð, Jökuldal og Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07 "Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Samningar náðust svo aftur nú í sumar. 21. júlí 2017 15:07
"Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00