Lífið

Þóttist styðja Trump og græddi þúsundir dollara

Sylvía Hall skrifar
Stúlkan blekkti marga stuðningsmenn Trump og er talið að hún hafi náð að græða 150 þúsund Bandaríkjadollara á því að þykjast vera stuðningsmaður forsetans.
Stúlkan blekkti marga stuðningsmenn Trump og er talið að hún hafi náð að græða 150 þúsund Bandaríkjadollara á því að þykjast vera stuðningsmaður forsetans. Twitter
Ung stúlka þóttist vera stuðningsmaður Trump og fékk stuðningsmenn Repúblikana til þess að styrkja sig um þúsundir dollara. Hún sagði foreldra sína hafa hent sér út og neitað að borga skólagjöld hennar eftir að hafa séð Twitter-færsluna sem var uppspuni frá rótum.

Stúlkan sem er á Twitter undir notendanafninu @chckpeas birti mynd af sér með „Make America Great Again“ húfu sem hefur verið einkennismerki stuðningsmanna Trump frá kosningabaráttu hans. „Ég mun ekki fela mig lengur, vinstrið hefur látið okkur líða eins og svartir Repúblikanar ættu að fela sig en ekki lengur,“ skrifaði stúlkan.





Fjórum dögum síðar birti hún færslu þar sem hún þakkar stuðninginn og segir foreldra sína hafa lokað á sig eftir færsluna. Þá óskar hún eftir fjárframlögum til þess að greiða fyrir skólagjöld og segir: „Ef þið getið fundið það í hjarta ykkar að hjálpa ungum svörtum Repúblikana að borga fyrir skóla væri það vel þegið.“





Keypti sér nýjan iPhone-síma áður en komst upp um hana 

Nokkrum dögum eftir að hún óskaði eftir fjárstuðningi birti hún skjáskot af því að hún hefði pantað sér nýjan iPhone og skrifaði við færsluna að „Ameríka væri sannarlega frábær,“ og vísaði þar með í slagorð Trump.





Þá fóru margir að gruna að ekki væri allt með felldu og birti einn notandi færslur stúlkunnar og sagði stúlkuna hafa komist upp með „svik aldarinnar“ og að hún hefði grætt hátt í 150 þúsund Bandaríkjadali á svindlinu.









Stúlkan hefur nú sagt að hún styðji ekki Trump og hvatti fylgjendur sína til þess að kjósa gegn Repúblikönum í kosningunum á þriðjudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.