Besta stúlka í heimi Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 16:30 Katrín Lea Elenudóttir lítur á þátttöku sína í alheimskeppninni Miss Universe sem stökkpall fyrir brýn málefni á alþjóðlegum vettvangi. fréttablaðið/stefán Þegar Katrín Lea Elenudóttir er hamingjusöm líður henni eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins. Hún er af rússneskum ættum og segist hafa trúað orðum móður sinnar að hún væri fegursta, duglegasta og langbesta barn í heimi. Hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í desember. Þökk sé móður minni, Elenu Skorobogatovu, hef ég alltaf haft mikið sjálfstraust og verið ánægð með sjálfa mig. Frá fyrstu tíð hefur hún sagt mér að ég sé fallegasta, duglegasta og langbesta barnið í öllum alheiminum, og ég trúi því vel,“ segir augnayndið Katrín Lea, spurð hvort hún hafi lengi verið meðvituð um fegurð sína. Katrín Lea er á leið í Miss Universe, stærstu fegurðarsamkeppni heims, sem haldin verður 17. desember í Bangkok, höfuðborg Taílands. „Ég er mjög spennt fyrir ferðinni til Taílands. Ekki síst af því að þetta verður mín fyrsta ferð til Asíu, en líka vegna þess að ég fæ að koma fram fyrir Íslands hönd á stærstu, vinsælustu og mest heillandi fegurðarsamkeppni veraldar,“ segir Katrín Lea sem þessa dagana stendur í stífum undirbúningi fyrir lokakvöldið og þriggja vikna strangt undirbúningsferli sem fram fer í aðdraganda keppninnar eystra. „Ég legg mig alla fram í líkamsræktinni, er í gönguþjálfun og fylgist grannt með heimsfréttunum til að fræðast enn betur um félagsleg vandamál, eins og kynferðislega áreitni og skotvopnaárásir.“Með afrekshugsun í fegurð Katrín Lea er nítján ára. Hún var sautján ára þegar henni var fyrst boðið að taka þátt í Miss Universe Iceland en reyndist ekki nógu gömul til að geta orðið gildur þátttakandi. Síðan hefur hún unnið markvisst að því að komast í keppnina, með afrekshugsun að vopni. „Ég hef alltaf fylgst með Miss Universe og dreymdi um að geta einn daginn tekið þátt sem fulltrúi Íslands. Áhugi minn á keppninni stafar af því sem Miss Universe-samtökin standa fyrir. Þeirra helsta markmið er að efla ungar konur um allan heim og veita þeim tækifæri og vettvang til að koma skilaboðum og skoðunum sínum á framfæri,“ útskýrir Katrín Lea. Hún segir tilfinninguna hafa verið hamingjuþrungna þegar hún var krýnd Miss Universe Iceland á fögru ágústkvöldi í sumar. „Ég varð yfir mig glöð enda langþráður draumur minn að rætast og öll mín vinna hafði borgað sig. Ég held að heil þjóð verði aldrei sammála um hver sé fegurst íslenskra kvenna en fyrir mig var þetta stökkpallur til að vekja athygli á skoðunum mínum og hugmyndum á alþjóðlegum vettvangi. Ég vil koma á framfæri áætlun minni fyrir innflytjendur. Þar er í brennidepli aðstoð við innflytjendur að aðlagast nýju samfélagi og viðhalda hæfni frá mörgum menningarheimum og tungumálum.“Hugrekki og metnaður Líf Katrínar Leu tók u-beygju eftir að hún var krýnd ein af fegurðardrottningum heimsins. „Líf mitt breyttist verulega. Ég hef undanfarna þrjá vetur stundað nám við Menntaskólann í Reykjavík en á yfirstandandi skólaári þurfti ég að taka námsleyfi vegna ferðalaga og ákafs undirbúnings fyrir keppnina. Ég stefni á stúdentshúfuna vorið 2020 og hef hugsað mér að hefja nám í lögfræði í framhaldinu,“ upplýsir Katrín Lea, full metnaðar. „Eiginleikar sem ég er hvað stoltust af í eigin fari eru sjálfstraust, hugrekki og þolinmæði. Ég er virk og mjög róleg á sama tíma, leiðist hávaði og læti og líður best í afslöppuðu og þægilegu umhverfi innan um skemmtilegt fólk. Undir álagi þykir mér gott að hlaupa langar vegalengdir og ég elska að lesa sígildar bókmenntir á ensku. Það er ástríða sem ég uppskar frá Margréti Söru Guðjónsdóttur, enskukennaranum mínum í MR,“ segir Katrín Lea sem hefur líka yndi af ferðalögum innan lands og utan, að sjá nýja staði og upplifa nýja menningu.Líður langbest á Íslandi Foreldrar Katrínar Leu eru rússneskir en faðir hennar er látinn. Hún ólst upp í Síberíu en flutti með móður sinni til Íslands á níunda árinu. „Báðar þjóðirnar eiga mikið í mér, en Ísland er þar ráðandi,“ segir Katrín Lea. „Það er margt sem einkennir mig sem rússneska og flest hef ég það frá móður minni en á sama tíma hafa Íslendingar ýtt undir marga rammíslenska eiginleika hjá mér. Þessi blanda gerir mig að manneskjunni sem ég er í dag.“ Sem lítil snót í Rússlandi var Katrín Lea upptekin við sund, dans og einkakennslu í ensku. „Þau áhugamál gögnuðust mér vel þegar ég flutti til Íslands og öfluðu mér vina og sambanda á mismunandi stöðum. Ég lít á bæði Rússland og Ísland sem æskulöndin en á rosalega erfitt með að bera löndin saman því þau eru svo ólík. Ég er einkabarn, alin upp hjá einstæðri móður, og helsta ástæða þess að við mæðgur fluttum til Íslands voru betri möguleikar á námi. Það er enn það sem okkur þykir best við Ísland,“ segir Katrín Lea og útilokar ekki að flytjast til föðurlandsins í framtíðinni. „Ég get alveg hugsað mér það, en mér líður langbest á Íslandi og mundi ekki skipta þessum góða stað fyrir neinn eða neitt annað í öllum heimi.“ Kærasta bernskuminning Katrínar Leu frá Síberíu tengist samfundum stórfjölskyldunnar. „Mér finnst gott að hugsa um samverustundir fjölskyldunnar þegar við komum saman til að fagna einhverju og í dag þykir mér enn vænna um þessar minningar því ég veit að slíkir samfundir verða aldrei aftur því margt af fólkinu mínu hefur kvatt jarðvistina,“ segir Katrín Lea sem á einnig góðar æskuminningar frá nýja landinu, Íslandi. „Ég á einstaklega ljúfar minn ingar um íslenskukennslu heima hjá stjúpömmu minni, Valgerði Níelsdóttur. Við lásum saman margar bækur og unnum heimanámið saman. Það var hún sem stuðlaði að því hversu fljót ég var að ná tökum á íslenskunni og fór að tala hana reiprennandi á stuttum tíma.“ Allir draumar geta ræst Rússneskar konur eru annálaðar gyðjur en Katrín Lea telur þær þó ekki fremri annarra þjóða konum í fegurð og fágun. „Að mínu mati eru allar konur heimsins gyðjur og ég hef lært ótalmargt af íslenskum konum í þau ár sem ég hef búið hér. Ég veit að margar ungar stelpur líta upp til mín og flestar af þeim eru íslenskar. Ég vil hvetja þær til að vera óhræddar við drauma sína, að fylgja þeim eftir og hafa trú á sjálfum sér. Allt er mögulegt ef maður bara trúir að það muni gerast.“ Beðin um besta rússneska fegurðarráðið svarar Katrín Lea:Katrín Lea tekur þátt í Miss Universe í desember.fréttablaðið/stefán„Það er að bregðast aldrei harkalega við leiðinlegum og óstjórnlegum hlutum sem gerast í kringum mann. Slík streita og samhliða áhyggjur safnast saman í sálinni og koma fram á neikvæðan hátt í framtíðinni. Mitt eigið bjútíráð er svo að byrja hvern dag á að minna sjálfan sig á það sem maður elskar í sjálfum sér og það sem maður er þakklátur fyrir í lífinu. Það er minn lykill að hamingju, og þegar ég er hamingjusöm líður mér eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins.“Rómantík, hlátur og tryggð Lífsmottó Katrínar Leu er dýrmætt veganesti frá móður hennar. „Mamma hefur alltaf sagt að aðeins sá sem gerir allt á réttum tíma og leggur hart að sér fái notið alvöru velgengni, og það hef ég að leiðarljósi,“ segir Katrín Lea sem lítur mjög upp til móður sinnar. „Mamma er mín helsta fyrirmynd í lífinu. Hún hvetur mig, því hún flutti til framandi lands til þess eins að finna betra líf fyrir okkur tvær og ól mig upp á eigin spýtur.“ Katrín Lea á líka sínar uppáhalds fegurðardrottningar. „Ég lít upp til þeirra margra en einna helst Manuelu Óskar Harðardóttur sem var ungfrú Ísland 2002, Örnu Ýrar Jónsdóttur sem var Miss Universe Iceland 2017 og Niu Sanchez, ungfrú Bandaríkin 2014. Allar búa þær yfir einstakri fegurð að innan sem utan, hæfni til að láta aðra í kringum sig líða vel og þær eru alltaf til staðar.“ Þegar kemur að eigin stíl segir Katrín Lea hann snyrtilegan og fjölbreyttan. „Í skólanum klæðist ég fötum sem láta mér líða vel, strigaskóm, leggings, bol eða peysu, en þegar tilefnið er formlegra fer ég alla leið og klæðist því sem er í tísku og elegant á sama tíma,“ segir Katrín Lea sem verslar mikið á netinu, einkum í Revolve og Farfetch. „Þar finn ég föt og fylgihluti og versla svo íþróttaföt hjá Reebok. Það vita svo fáir að ég á stórt safn af hælaskóm og þar er Christian Louboutin atkvæðamestur. Ég er líka búin að finna kjól fyrir Miss Universe-keppnina í desember en hann fundum við Manuela Ósk og Jorge Esteban, framkvæmdastjórar keppninnar, í kjólabúðinni Oliverios Bridal & Prom Boutique sem er einn af styrktaraðilum keppninnar á Íslandi,“ upplýsir Katrín Lea sem keypti sér síðast glæsta hælaskó í safnið góða. „Þá var ég á ferð í Chicago og keypti mér ekkert annað en par af þægilegum svörtum hælum frá Louis Vuitton fyrir Taílandsferðina.“ Katrín Lea er lofuð og ástfangin upp fyrir haus. „Kærastinn minn, Páll Guðbrandsson, fangaði hjarta mitt fyrir þremur árum og við höfum verið saman síðan. Hann er traustur, alltaf til staðar og svo sannarlega sá sem lætur mig hlæja mest. Ég leita eftir þeim eiginleikum í fari fólks sem ég vil hafa nærri mér í lífinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi. 11. október 2018 12:30 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Þegar Katrín Lea Elenudóttir er hamingjusöm líður henni eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins. Hún er af rússneskum ættum og segist hafa trúað orðum móður sinnar að hún væri fegursta, duglegasta og langbesta barn í heimi. Hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í desember. Þökk sé móður minni, Elenu Skorobogatovu, hef ég alltaf haft mikið sjálfstraust og verið ánægð með sjálfa mig. Frá fyrstu tíð hefur hún sagt mér að ég sé fallegasta, duglegasta og langbesta barnið í öllum alheiminum, og ég trúi því vel,“ segir augnayndið Katrín Lea, spurð hvort hún hafi lengi verið meðvituð um fegurð sína. Katrín Lea er á leið í Miss Universe, stærstu fegurðarsamkeppni heims, sem haldin verður 17. desember í Bangkok, höfuðborg Taílands. „Ég er mjög spennt fyrir ferðinni til Taílands. Ekki síst af því að þetta verður mín fyrsta ferð til Asíu, en líka vegna þess að ég fæ að koma fram fyrir Íslands hönd á stærstu, vinsælustu og mest heillandi fegurðarsamkeppni veraldar,“ segir Katrín Lea sem þessa dagana stendur í stífum undirbúningi fyrir lokakvöldið og þriggja vikna strangt undirbúningsferli sem fram fer í aðdraganda keppninnar eystra. „Ég legg mig alla fram í líkamsræktinni, er í gönguþjálfun og fylgist grannt með heimsfréttunum til að fræðast enn betur um félagsleg vandamál, eins og kynferðislega áreitni og skotvopnaárásir.“Með afrekshugsun í fegurð Katrín Lea er nítján ára. Hún var sautján ára þegar henni var fyrst boðið að taka þátt í Miss Universe Iceland en reyndist ekki nógu gömul til að geta orðið gildur þátttakandi. Síðan hefur hún unnið markvisst að því að komast í keppnina, með afrekshugsun að vopni. „Ég hef alltaf fylgst með Miss Universe og dreymdi um að geta einn daginn tekið þátt sem fulltrúi Íslands. Áhugi minn á keppninni stafar af því sem Miss Universe-samtökin standa fyrir. Þeirra helsta markmið er að efla ungar konur um allan heim og veita þeim tækifæri og vettvang til að koma skilaboðum og skoðunum sínum á framfæri,“ útskýrir Katrín Lea. Hún segir tilfinninguna hafa verið hamingjuþrungna þegar hún var krýnd Miss Universe Iceland á fögru ágústkvöldi í sumar. „Ég varð yfir mig glöð enda langþráður draumur minn að rætast og öll mín vinna hafði borgað sig. Ég held að heil þjóð verði aldrei sammála um hver sé fegurst íslenskra kvenna en fyrir mig var þetta stökkpallur til að vekja athygli á skoðunum mínum og hugmyndum á alþjóðlegum vettvangi. Ég vil koma á framfæri áætlun minni fyrir innflytjendur. Þar er í brennidepli aðstoð við innflytjendur að aðlagast nýju samfélagi og viðhalda hæfni frá mörgum menningarheimum og tungumálum.“Hugrekki og metnaður Líf Katrínar Leu tók u-beygju eftir að hún var krýnd ein af fegurðardrottningum heimsins. „Líf mitt breyttist verulega. Ég hef undanfarna þrjá vetur stundað nám við Menntaskólann í Reykjavík en á yfirstandandi skólaári þurfti ég að taka námsleyfi vegna ferðalaga og ákafs undirbúnings fyrir keppnina. Ég stefni á stúdentshúfuna vorið 2020 og hef hugsað mér að hefja nám í lögfræði í framhaldinu,“ upplýsir Katrín Lea, full metnaðar. „Eiginleikar sem ég er hvað stoltust af í eigin fari eru sjálfstraust, hugrekki og þolinmæði. Ég er virk og mjög róleg á sama tíma, leiðist hávaði og læti og líður best í afslöppuðu og þægilegu umhverfi innan um skemmtilegt fólk. Undir álagi þykir mér gott að hlaupa langar vegalengdir og ég elska að lesa sígildar bókmenntir á ensku. Það er ástríða sem ég uppskar frá Margréti Söru Guðjónsdóttur, enskukennaranum mínum í MR,“ segir Katrín Lea sem hefur líka yndi af ferðalögum innan lands og utan, að sjá nýja staði og upplifa nýja menningu.Líður langbest á Íslandi Foreldrar Katrínar Leu eru rússneskir en faðir hennar er látinn. Hún ólst upp í Síberíu en flutti með móður sinni til Íslands á níunda árinu. „Báðar þjóðirnar eiga mikið í mér, en Ísland er þar ráðandi,“ segir Katrín Lea. „Það er margt sem einkennir mig sem rússneska og flest hef ég það frá móður minni en á sama tíma hafa Íslendingar ýtt undir marga rammíslenska eiginleika hjá mér. Þessi blanda gerir mig að manneskjunni sem ég er í dag.“ Sem lítil snót í Rússlandi var Katrín Lea upptekin við sund, dans og einkakennslu í ensku. „Þau áhugamál gögnuðust mér vel þegar ég flutti til Íslands og öfluðu mér vina og sambanda á mismunandi stöðum. Ég lít á bæði Rússland og Ísland sem æskulöndin en á rosalega erfitt með að bera löndin saman því þau eru svo ólík. Ég er einkabarn, alin upp hjá einstæðri móður, og helsta ástæða þess að við mæðgur fluttum til Íslands voru betri möguleikar á námi. Það er enn það sem okkur þykir best við Ísland,“ segir Katrín Lea og útilokar ekki að flytjast til föðurlandsins í framtíðinni. „Ég get alveg hugsað mér það, en mér líður langbest á Íslandi og mundi ekki skipta þessum góða stað fyrir neinn eða neitt annað í öllum heimi.“ Kærasta bernskuminning Katrínar Leu frá Síberíu tengist samfundum stórfjölskyldunnar. „Mér finnst gott að hugsa um samverustundir fjölskyldunnar þegar við komum saman til að fagna einhverju og í dag þykir mér enn vænna um þessar minningar því ég veit að slíkir samfundir verða aldrei aftur því margt af fólkinu mínu hefur kvatt jarðvistina,“ segir Katrín Lea sem á einnig góðar æskuminningar frá nýja landinu, Íslandi. „Ég á einstaklega ljúfar minn ingar um íslenskukennslu heima hjá stjúpömmu minni, Valgerði Níelsdóttur. Við lásum saman margar bækur og unnum heimanámið saman. Það var hún sem stuðlaði að því hversu fljót ég var að ná tökum á íslenskunni og fór að tala hana reiprennandi á stuttum tíma.“ Allir draumar geta ræst Rússneskar konur eru annálaðar gyðjur en Katrín Lea telur þær þó ekki fremri annarra þjóða konum í fegurð og fágun. „Að mínu mati eru allar konur heimsins gyðjur og ég hef lært ótalmargt af íslenskum konum í þau ár sem ég hef búið hér. Ég veit að margar ungar stelpur líta upp til mín og flestar af þeim eru íslenskar. Ég vil hvetja þær til að vera óhræddar við drauma sína, að fylgja þeim eftir og hafa trú á sjálfum sér. Allt er mögulegt ef maður bara trúir að það muni gerast.“ Beðin um besta rússneska fegurðarráðið svarar Katrín Lea:Katrín Lea tekur þátt í Miss Universe í desember.fréttablaðið/stefán„Það er að bregðast aldrei harkalega við leiðinlegum og óstjórnlegum hlutum sem gerast í kringum mann. Slík streita og samhliða áhyggjur safnast saman í sálinni og koma fram á neikvæðan hátt í framtíðinni. Mitt eigið bjútíráð er svo að byrja hvern dag á að minna sjálfan sig á það sem maður elskar í sjálfum sér og það sem maður er þakklátur fyrir í lífinu. Það er minn lykill að hamingju, og þegar ég er hamingjusöm líður mér eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins.“Rómantík, hlátur og tryggð Lífsmottó Katrínar Leu er dýrmætt veganesti frá móður hennar. „Mamma hefur alltaf sagt að aðeins sá sem gerir allt á réttum tíma og leggur hart að sér fái notið alvöru velgengni, og það hef ég að leiðarljósi,“ segir Katrín Lea sem lítur mjög upp til móður sinnar. „Mamma er mín helsta fyrirmynd í lífinu. Hún hvetur mig, því hún flutti til framandi lands til þess eins að finna betra líf fyrir okkur tvær og ól mig upp á eigin spýtur.“ Katrín Lea á líka sínar uppáhalds fegurðardrottningar. „Ég lít upp til þeirra margra en einna helst Manuelu Óskar Harðardóttur sem var ungfrú Ísland 2002, Örnu Ýrar Jónsdóttur sem var Miss Universe Iceland 2017 og Niu Sanchez, ungfrú Bandaríkin 2014. Allar búa þær yfir einstakri fegurð að innan sem utan, hæfni til að láta aðra í kringum sig líða vel og þær eru alltaf til staðar.“ Þegar kemur að eigin stíl segir Katrín Lea hann snyrtilegan og fjölbreyttan. „Í skólanum klæðist ég fötum sem láta mér líða vel, strigaskóm, leggings, bol eða peysu, en þegar tilefnið er formlegra fer ég alla leið og klæðist því sem er í tísku og elegant á sama tíma,“ segir Katrín Lea sem verslar mikið á netinu, einkum í Revolve og Farfetch. „Þar finn ég föt og fylgihluti og versla svo íþróttaföt hjá Reebok. Það vita svo fáir að ég á stórt safn af hælaskóm og þar er Christian Louboutin atkvæðamestur. Ég er líka búin að finna kjól fyrir Miss Universe-keppnina í desember en hann fundum við Manuela Ósk og Jorge Esteban, framkvæmdastjórar keppninnar, í kjólabúðinni Oliverios Bridal & Prom Boutique sem er einn af styrktaraðilum keppninnar á Íslandi,“ upplýsir Katrín Lea sem keypti sér síðast glæsta hælaskó í safnið góða. „Þá var ég á ferð í Chicago og keypti mér ekkert annað en par af þægilegum svörtum hælum frá Louis Vuitton fyrir Taílandsferðina.“ Katrín Lea er lofuð og ástfangin upp fyrir haus. „Kærastinn minn, Páll Guðbrandsson, fangaði hjarta mitt fyrir þremur árum og við höfum verið saman síðan. Hann er traustur, alltaf til staðar og svo sannarlega sá sem lætur mig hlæja mest. Ég leita eftir þeim eiginleikum í fari fólks sem ég vil hafa nærri mér í lífinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi. 11. október 2018 12:30 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi. 11. október 2018 12:30