Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2018 12:15 Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið/Anton Brink Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsáras gegn hvor öðrum.Þetta kemur fram í farbannsúrskurðum yfir mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Mennirnir voru úrskurðaðir í þriggja mánaða farbann í gær en slagsmálin áttu sér stað í vistarverum PCC á Bakka við Húsavík. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað.Í farbannsúrskurðunum yfir mönnunum tveimur er aðdragandi slagsmálanna rakinn samkvæmt frásögn þess sem segist hafa orðið fyrir barsmíðunum með túbusjónvarpinu. Í úrskurðunum segir að hinn segist lýsa atburðarrásinni „eitthvað á annan veg“ en aðallega muni hann ekkert eftir atvikum málsins. Sagði hinn hafa haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf Í frásögn mannsins kemur fram að hann hafi hafið störf hjá PCC í september og að vinnufélaginn hafi haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf.Þrátt fyrir að hafa kvartað til verkstjóra hafi framkoma vinnufélagans ekki batnað og svo virðist sem að soðið hafi upp úr á milli vinnufélaganna á laugardaginn. Þá sat annar þeirra að drykkju ásamt öðrum vinnufélögum í setustofu húsnæðisins þar sem þeir hafa aðstöðu. Þegar hinn gekk framhjá þeim kallaði sá sem sat að drykkju hann illum nöfnum.Mættust þeir síðar á gangi svefnskála húsnæðisins þar sem annar þeirra slengdi öxlinni í hinn. Hófust ryskingar á milli þeirra sem enduðu þegar aðrir viðstaddir gengu á milli þeirra. Eftir það sagðist sá sem var ekki við drykkju hafa farið í herbergi sitt til þess að fara að sofa enda hafi hann átt að mæta til vinnu síðar um kvöldið. Mennirnir voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri.Mynd/Kristján J.Taldi sig vera að berjast fyrir lífi sínu Sagðist hann hins vegar hafa verið hálfsofandi um 20-30 mínútum síðar er vinnufélaginn laumaðist inn í herbergi til hans og barði hann ítrekað með hnefum. Bar hinn þá hendur fyrir sér en við það tók vinnufélaginn lítið túbusjónvarp sem var í herberginu og barði hinn sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli.Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnfélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu.Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Í farbannsúrskurðinum segir að mennirnir séu pólskir ríkisborgarar sem báðir séu í tímabundinni vinnu hér á landi, því sé talin verulega hætta á því þeir láti sig hverfa af landi brott áður en að rannsókn málsins ljúki.Voru mennirnir úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar næstkomandi. Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsáras gegn hvor öðrum.Þetta kemur fram í farbannsúrskurðum yfir mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Mennirnir voru úrskurðaðir í þriggja mánaða farbann í gær en slagsmálin áttu sér stað í vistarverum PCC á Bakka við Húsavík. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað.Í farbannsúrskurðunum yfir mönnunum tveimur er aðdragandi slagsmálanna rakinn samkvæmt frásögn þess sem segist hafa orðið fyrir barsmíðunum með túbusjónvarpinu. Í úrskurðunum segir að hinn segist lýsa atburðarrásinni „eitthvað á annan veg“ en aðallega muni hann ekkert eftir atvikum málsins. Sagði hinn hafa haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf Í frásögn mannsins kemur fram að hann hafi hafið störf hjá PCC í september og að vinnufélaginn hafi haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf.Þrátt fyrir að hafa kvartað til verkstjóra hafi framkoma vinnufélagans ekki batnað og svo virðist sem að soðið hafi upp úr á milli vinnufélaganna á laugardaginn. Þá sat annar þeirra að drykkju ásamt öðrum vinnufélögum í setustofu húsnæðisins þar sem þeir hafa aðstöðu. Þegar hinn gekk framhjá þeim kallaði sá sem sat að drykkju hann illum nöfnum.Mættust þeir síðar á gangi svefnskála húsnæðisins þar sem annar þeirra slengdi öxlinni í hinn. Hófust ryskingar á milli þeirra sem enduðu þegar aðrir viðstaddir gengu á milli þeirra. Eftir það sagðist sá sem var ekki við drykkju hafa farið í herbergi sitt til þess að fara að sofa enda hafi hann átt að mæta til vinnu síðar um kvöldið. Mennirnir voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri.Mynd/Kristján J.Taldi sig vera að berjast fyrir lífi sínu Sagðist hann hins vegar hafa verið hálfsofandi um 20-30 mínútum síðar er vinnufélaginn laumaðist inn í herbergi til hans og barði hann ítrekað með hnefum. Bar hinn þá hendur fyrir sér en við það tók vinnufélaginn lítið túbusjónvarp sem var í herberginu og barði hinn sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli.Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnfélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu.Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Í farbannsúrskurðinum segir að mennirnir séu pólskir ríkisborgarar sem báðir séu í tímabundinni vinnu hér á landi, því sé talin verulega hætta á því þeir láti sig hverfa af landi brott áður en að rannsókn málsins ljúki.Voru mennirnir úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar næstkomandi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37
Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14