Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 07:53 Pakistanskir íslamistar vilja enn láta hengja Bibi. Vísir/EPA Óttast er um öryggi Asiu Bibi, pakistanskrar konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast eftir að hafa upphaflega verið dæmd til dauða. Lögmaður hennar er nú sagður hafa flúið land af ótta um líf sitt. Sýkna Bibi hefur leitt til blóðugra mótmæla í Pakistan. Bibi var í átta ár á dauðadeild áður en hæstiréttur landsins sýknaði hana í síðustu viku. Bibi er kristin og hún var sökuð um að hafa lastað Múhammeð spámann múslima. Mál hennar hefur vakið mikla athygli innan og utan Pakistans.CNN-fréttastöðin hefur eftir samstarfsmanni Saiful Malook, lögmanns Bibi, að hann hafi flúið til Evrópu til að forða lífi sínu. Ashiq Masih, eiginmaður Bibi, hefur grátbeðið vestræn ríki eins og Bretland, Bandaríkin eða Kanada um að veita henni hæli. Hann óttast um líf Bibi í fangelsi. Fjölskylda hennar sé jafnframt í felum. Ríkisstjórn Pakistans samdi við Tehreek-e-Labbaik, flokk íslamsta, sem hefur leitt mótmæli gegn sýknu Bibi í síðustu viku. Gegn því að mótmælunum yrði hætt féllu stjórnvöld á að láta setja Bibi í farbann og að setja sig ekki upp á móti tillögu um endurskoðun á sýknunni. Masih segir að honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann frétti af samkomulaginu. „Fjölskylda mín er óttaslegin, ættingjar mínir eru óttaslegnir og vinir mínir eru líka óttaslegnir,“ segir hann. Asía Kanada Pakistan Tengdar fréttir Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Óttast er um öryggi Asiu Bibi, pakistanskrar konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast eftir að hafa upphaflega verið dæmd til dauða. Lögmaður hennar er nú sagður hafa flúið land af ótta um líf sitt. Sýkna Bibi hefur leitt til blóðugra mótmæla í Pakistan. Bibi var í átta ár á dauðadeild áður en hæstiréttur landsins sýknaði hana í síðustu viku. Bibi er kristin og hún var sökuð um að hafa lastað Múhammeð spámann múslima. Mál hennar hefur vakið mikla athygli innan og utan Pakistans.CNN-fréttastöðin hefur eftir samstarfsmanni Saiful Malook, lögmanns Bibi, að hann hafi flúið til Evrópu til að forða lífi sínu. Ashiq Masih, eiginmaður Bibi, hefur grátbeðið vestræn ríki eins og Bretland, Bandaríkin eða Kanada um að veita henni hæli. Hann óttast um líf Bibi í fangelsi. Fjölskylda hennar sé jafnframt í felum. Ríkisstjórn Pakistans samdi við Tehreek-e-Labbaik, flokk íslamsta, sem hefur leitt mótmæli gegn sýknu Bibi í síðustu viku. Gegn því að mótmælunum yrði hætt féllu stjórnvöld á að láta setja Bibi í farbann og að setja sig ekki upp á móti tillögu um endurskoðun á sýknunni. Masih segir að honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann frétti af samkomulaginu. „Fjölskylda mín er óttaslegin, ættingjar mínir eru óttaslegnir og vinir mínir eru líka óttaslegnir,“ segir hann.
Asía Kanada Pakistan Tengdar fréttir Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41
Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44